Sex hurða Audi A8 Finnur Thorlacius skrifar 11. apríl 2016 11:32 Audi A8L af lengri gerðinni. Audi A8L er afskaplega stór lúxusbíll og vel fer um aftursætisfarþega hans í grunnútfærslu bílsins. Það hefur ekki komið í veg fyrir að Audi hefur framleitt eitt eintak bílsins í mikið lengdri útgáfu og gæti hann full eins fengið nafnið Audi A8XXL! Bíllinn er 6,36 metrar að lengd, hefur sæti fyrir 6 og hurð fyrir hvern farþega. Ekki er alveg ljóst hver kaupandinn á þessum bíl er en þó hefur heyrst að hann sé Haraldur Noregskonungur og að bíllinn verði notaður við hátíðarhöld í tilefni af 25 ára konungsdómi hans. Bíllinn er hinn glæsilegasti að innan, öll 6 sætin snúa fram, eru sjálfstæð og úr vandaðasta Valcona leðri. Í öftustu sætaröðinni má horfa á sjónvarp á miðjusettum skjá og þar er einnig kælibox fyrir drykki. Vélin í bílnum er 3,0 lítra og 6 strokka, 310 hestöfl og dugar það þessum 2.418 kílóa bíl að komast á 100 km hraða á 7,1 sekúndu og ná 250 km hámarkshraða. Bíllinn stendur á 19 tommu álfelgum og bremsukerfið í honum er úr Audi S8.Glæsilegur að innan. Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent
Audi A8L er afskaplega stór lúxusbíll og vel fer um aftursætisfarþega hans í grunnútfærslu bílsins. Það hefur ekki komið í veg fyrir að Audi hefur framleitt eitt eintak bílsins í mikið lengdri útgáfu og gæti hann full eins fengið nafnið Audi A8XXL! Bíllinn er 6,36 metrar að lengd, hefur sæti fyrir 6 og hurð fyrir hvern farþega. Ekki er alveg ljóst hver kaupandinn á þessum bíl er en þó hefur heyrst að hann sé Haraldur Noregskonungur og að bíllinn verði notaður við hátíðarhöld í tilefni af 25 ára konungsdómi hans. Bíllinn er hinn glæsilegasti að innan, öll 6 sætin snúa fram, eru sjálfstæð og úr vandaðasta Valcona leðri. Í öftustu sætaröðinni má horfa á sjónvarp á miðjusettum skjá og þar er einnig kælibox fyrir drykki. Vélin í bílnum er 3,0 lítra og 6 strokka, 310 hestöfl og dugar það þessum 2.418 kílóa bíl að komast á 100 km hraða á 7,1 sekúndu og ná 250 km hámarkshraða. Bíllinn stendur á 19 tommu álfelgum og bremsukerfið í honum er úr Audi S8.Glæsilegur að innan.
Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent