Vorveiðin fer ágætlega af stað í Grímsá Karl Lúðvíksson skrifar 11. apríl 2016 15:04 Vorbirtingur úr Grímsá Mynd: www.hreggnasi.is Sjóbirtingsveiðin í Grímsá í Borgarfirði fer ágætlega af stað að þessu sinni en veiði hófst þann 2. apríl. Grímsá hefur verið betur þekkt sem laxveiðiá en í henni er líka nokkuð sterkur stofn sjóbirtings. Sem dæmi má nefna að í haustveiðinni er neðsta svæðið í ánni oft feyknagjöfult á fallega birtinga en þeim fiskum til happs þá eru flestir veiðimenn ofar í ánni að eltast við lax. Veitt er á tvær stangir og hafa veiðimenn verið að reka í ágæta sjóbirtinga víða í ánni. Enn er þó mikið af hoplaxi á svæðinu og eru veiðimenn, eftir sem áður, beðnir um að fara vel með fiskinn með það að markmiði að sleppa honum eins ósködduðum og kostur er. Eitthvað af lausum dögum má finna á heimasíðunni hjá leigutakanum, Hreggnasa, og er verðið á þessum dögum mjög gott miðað við góða veiðivon. Hreggnasi er einnig með Laxá í Kjós á sínum snærum en vorveiðin þar getur verið svakalega góð enda eru fáar ár á vesturlandi með jafn öflugan stofn sjóbirtings. Mikið er af hoplaxi í Kjósinni sem og niðurgöngu birting en hann er mjög stutt kominn í niðurgönguferlinu. Mest lesið Pistill: Eldisfiskur veiðist um allt land Veiði Regnbogasilungur að veiðast víða á vestfjörðum Veiði Veiðin 2012: Aðeins 12 af 38 laxveiðiám með 100 laxa á stöng Veiði Nokkrir hnútar fyrir veiðina Veiði Allt um veiðihnúta Veiði 14.305 veiddir fiskar í Veiðivötnum Veiði Elliðavatn kraumaði í morgun Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði Bræður börðust við maríulaxana á sama tíma! Veiði Góð rjúpnaveiði á heiðum norðanlands Veiði
Sjóbirtingsveiðin í Grímsá í Borgarfirði fer ágætlega af stað að þessu sinni en veiði hófst þann 2. apríl. Grímsá hefur verið betur þekkt sem laxveiðiá en í henni er líka nokkuð sterkur stofn sjóbirtings. Sem dæmi má nefna að í haustveiðinni er neðsta svæðið í ánni oft feyknagjöfult á fallega birtinga en þeim fiskum til happs þá eru flestir veiðimenn ofar í ánni að eltast við lax. Veitt er á tvær stangir og hafa veiðimenn verið að reka í ágæta sjóbirtinga víða í ánni. Enn er þó mikið af hoplaxi á svæðinu og eru veiðimenn, eftir sem áður, beðnir um að fara vel með fiskinn með það að markmiði að sleppa honum eins ósködduðum og kostur er. Eitthvað af lausum dögum má finna á heimasíðunni hjá leigutakanum, Hreggnasa, og er verðið á þessum dögum mjög gott miðað við góða veiðivon. Hreggnasi er einnig með Laxá í Kjós á sínum snærum en vorveiðin þar getur verið svakalega góð enda eru fáar ár á vesturlandi með jafn öflugan stofn sjóbirtings. Mikið er af hoplaxi í Kjósinni sem og niðurgöngu birting en hann er mjög stutt kominn í niðurgönguferlinu.
Mest lesið Pistill: Eldisfiskur veiðist um allt land Veiði Regnbogasilungur að veiðast víða á vestfjörðum Veiði Veiðin 2012: Aðeins 12 af 38 laxveiðiám með 100 laxa á stöng Veiði Nokkrir hnútar fyrir veiðina Veiði Allt um veiðihnúta Veiði 14.305 veiddir fiskar í Veiðivötnum Veiði Elliðavatn kraumaði í morgun Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði Bræður börðust við maríulaxana á sama tíma! Veiði Góð rjúpnaveiði á heiðum norðanlands Veiði