Kia Sportage 2017 fékk hæstu öryggiseinkunn Finnur Thorlacius skrifar 11. apríl 2016 16:41 Kia Sportage. Kia Motors Það er einfaldlega ekki hægt að fá hærri einkunn en nýjasta gerð Kia Sportage jepplingsins fékk í öryggisprófunum IIHS í Bandaríkjunum. Einkunnin “Top Safety Pick Plus” er það hæsta sem öryggisstofnunin gefur og hana fær enginn bíll sem ekki hlýtur hæsta skor í 5 mismunandi árekstarprófunum IIHS. Í umsögn IIHS segir að mikil framför hafi átt sér stað milli árgerðar 2016 og 2017 af Kia Sportage. Til að öðlast einkunnina “Top Safety Pick Plus” umfram “Top Safety Pick” þurfa öryggiskerfi bílsins að geta komið í veg fyrir árekstur á 20 og 40 km hraða og því náði Kia Sportage af nýjustu árgerð, auk þess að vernda farþega með besta móti í allra handa árekstrum. Í prófunum á 2016 árgerð Kia Sportage vantaði mikið uppá öryggi bílsins við árekstur við litla skörun að framanverðu og gekk bremsupedall bílsins alltof hátt upp, auk þess sem hliðaröryggispúðar bílsins blésu ekki upp. Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent
Það er einfaldlega ekki hægt að fá hærri einkunn en nýjasta gerð Kia Sportage jepplingsins fékk í öryggisprófunum IIHS í Bandaríkjunum. Einkunnin “Top Safety Pick Plus” er það hæsta sem öryggisstofnunin gefur og hana fær enginn bíll sem ekki hlýtur hæsta skor í 5 mismunandi árekstarprófunum IIHS. Í umsögn IIHS segir að mikil framför hafi átt sér stað milli árgerðar 2016 og 2017 af Kia Sportage. Til að öðlast einkunnina “Top Safety Pick Plus” umfram “Top Safety Pick” þurfa öryggiskerfi bílsins að geta komið í veg fyrir árekstur á 20 og 40 km hraða og því náði Kia Sportage af nýjustu árgerð, auk þess að vernda farþega með besta móti í allra handa árekstrum. Í prófunum á 2016 árgerð Kia Sportage vantaði mikið uppá öryggi bílsins við árekstur við litla skörun að framanverðu og gekk bremsupedall bílsins alltof hátt upp, auk þess sem hliðaröryggispúðar bílsins blésu ekki upp.
Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent