Tilraun með merkingar í Víðidalsá Karl Lúðvíksson skrifar 12. apríl 2016 13:38 Árni Kristinn Skúlason með sjóbirting úr Víðidalsá Víðidalsá er ein af þessum ám sem geymir alla laxfiskstofna sem þekkjast hér við land og það er því mikið sótt í að veiða í ánni eins og gefur að skilja. Víðidalsá er auðvitað best þekkt sem laxveiðiðá en í hana gengur líka mikið magn af sjóbleikju og nokkuð af sjóbirting. Staðbundna bleikju og urriða má líka finna þarna svo það er mjög spennandi að fá töku og komast að því hvað sé á enda færisins. Hingað til hefur eingöngu verið veitt í ánni á hefðbundnum veiðitíma á sumrin en nú er til skoðunar að hefja vorveiði þar eins og tíðkast t.d. í Grímsá, Laxá í Kjós og víðar. það gerist þó ekki á þessu ári en samkvæmt Jóhanni Hafnfjörð leigutaka Víðidalsár til skoðunar að byrja slíkar veiðar á næsta ári en í tengslum við það er einmitt verið að skoða byggingu veiðihúss sem er hugsað sérstaklega fyrir vorveiðina. Veiðarnar nú eru þess vegna vísindaveiðar og ekkert annað. Fiskurinn er merktur til að skoða heimtur og endurveiðihlutfall sem er ágætis grunnur fyrir forsendum vorveiða. Þeir sem voru við veiðar og merkingar um daginn veiddu nokkuð vel. Mest sjóbirtinga og urriða en einnig þrjá laxa. Sjóbirtingurinn og urriðinn var mest 2-5 pund en laxarnir allir um 70 sm langir. Flugurnar Iða, Dýrbítur og Black Ghost voru vinsælar. Það verður spennandi að sjá útkomuna á þessum veiðum og vonandi verður hægt að bóka í vorveiði þarna að ári. Mest lesið Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði Vatnsleysi gerir laxveiðina erfiða Veiði Morgun og kvöldvakt gáfu samtals 71 lax Veiði Fín veiði í nettustu á landsins Veiði Nýjar tölur úr laxveiðiánum Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Síðasti veiðidagurinn í Elliðavatni er í dag Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði
Víðidalsá er ein af þessum ám sem geymir alla laxfiskstofna sem þekkjast hér við land og það er því mikið sótt í að veiða í ánni eins og gefur að skilja. Víðidalsá er auðvitað best þekkt sem laxveiðiðá en í hana gengur líka mikið magn af sjóbleikju og nokkuð af sjóbirting. Staðbundna bleikju og urriða má líka finna þarna svo það er mjög spennandi að fá töku og komast að því hvað sé á enda færisins. Hingað til hefur eingöngu verið veitt í ánni á hefðbundnum veiðitíma á sumrin en nú er til skoðunar að hefja vorveiði þar eins og tíðkast t.d. í Grímsá, Laxá í Kjós og víðar. það gerist þó ekki á þessu ári en samkvæmt Jóhanni Hafnfjörð leigutaka Víðidalsár til skoðunar að byrja slíkar veiðar á næsta ári en í tengslum við það er einmitt verið að skoða byggingu veiðihúss sem er hugsað sérstaklega fyrir vorveiðina. Veiðarnar nú eru þess vegna vísindaveiðar og ekkert annað. Fiskurinn er merktur til að skoða heimtur og endurveiðihlutfall sem er ágætis grunnur fyrir forsendum vorveiða. Þeir sem voru við veiðar og merkingar um daginn veiddu nokkuð vel. Mest sjóbirtinga og urriða en einnig þrjá laxa. Sjóbirtingurinn og urriðinn var mest 2-5 pund en laxarnir allir um 70 sm langir. Flugurnar Iða, Dýrbítur og Black Ghost voru vinsælar. Það verður spennandi að sjá útkomuna á þessum veiðum og vonandi verður hægt að bóka í vorveiði þarna að ári.
Mest lesið Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði Vatnsleysi gerir laxveiðina erfiða Veiði Morgun og kvöldvakt gáfu samtals 71 lax Veiði Fín veiði í nettustu á landsins Veiði Nýjar tölur úr laxveiðiánum Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Síðasti veiðidagurinn í Elliðavatni er í dag Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði