Nýir Nissan Leaf og Navara frumsýndir Finnur Thorlacius skrifar 15. apríl 2016 09:15 Nýr Nissan Leaf. Á bílasýningu BL á morgun, laugardag, verða eins og áður hefur komið fram sýndir fjórir nýir bílar. Auk BMW X5 í tengitvinnútgáfu og Renault Megane, verður pallbíllinn Nissan Navara kynntur eftir allsherjar yfirhalningu ásamt Nissan Leaf sem kominn er með nýja 30 kWh rafhlöðu sem dregur um 250 km á einni hleðslu. Nýja rafhlaðan í Nissan Leaf er nákvæmlega jafn stór og 24 kWh rafhlaðan sem boðin hefur verið til þessa, m.a. vegna nýrrar tækni og nýrra efna sem notuð eru og geymt geta meiri orku. Nýja rafhlaðan er langdrægari en nokkur önnur rafhlaða í rafbíl í þessum stærðarflokki og dregur um 250 km á einni hleðslu, en það svarar um það bil til vegalengdarinnar frá Reykjavík til Blönduóss eða hvaða áfangastaðar sem er á Snæfellsnesi, svo dæmi séu tekin. Nýr Nissan Navara hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda fyrir þær breytingar sem gerðar hafa verið frá fyrri gerð og var hann kosinn pallbíll ársins 2016 í sínum flokki. Meðal nýjunga má nefna að fjölarma gormafjöðrun að aftan er nú staðalbúnaður í Navara auk þess sem þægindi fyrir ökumann og farþega hafa verið aukin til mikilla muna. Í mælaborði er m.a. að finna Nissan Connect upplýsingakerfi með 7 tommu litaskjá og íslensku leiðsögukerfi, bakkmyndavél, 360° myndavélakerfi sem tekur við skilaboðum frá fjórum myndavélum, setur þær saman og birtir sem eina mynd á skjá í mælaborði. Þannig sér ökumaðurinn umhverfi bílsins allan hringinn eins og væri myndin tekin úr dróna ofan við bílinn. Þetta er til mikilla þæginda þegar t.d. lagt er í stæði eða þegar ekið er lúshægt um torfarnar slóðir, en hann virkar aðeins upp að 10 km/klst. Nýr Navara er búinn ýmsum öðrum búnaði, svo sem rafknúinni tregðulæsingu og 100% rafdrifnum driflás á afturöxli og virkri neyðarhemlun, sem er nýjung í þessum flokki bíla, og radar sem mælir bilið til næsta bíls á undan og bregst við ef á þarf að halda. Radarinn vinnur á hvaða hraða sem er og kemur í veg fyrir árekstur sé hraðinn 30 km/klst eða minni.Nissan Navara. Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent
Á bílasýningu BL á morgun, laugardag, verða eins og áður hefur komið fram sýndir fjórir nýir bílar. Auk BMW X5 í tengitvinnútgáfu og Renault Megane, verður pallbíllinn Nissan Navara kynntur eftir allsherjar yfirhalningu ásamt Nissan Leaf sem kominn er með nýja 30 kWh rafhlöðu sem dregur um 250 km á einni hleðslu. Nýja rafhlaðan í Nissan Leaf er nákvæmlega jafn stór og 24 kWh rafhlaðan sem boðin hefur verið til þessa, m.a. vegna nýrrar tækni og nýrra efna sem notuð eru og geymt geta meiri orku. Nýja rafhlaðan er langdrægari en nokkur önnur rafhlaða í rafbíl í þessum stærðarflokki og dregur um 250 km á einni hleðslu, en það svarar um það bil til vegalengdarinnar frá Reykjavík til Blönduóss eða hvaða áfangastaðar sem er á Snæfellsnesi, svo dæmi séu tekin. Nýr Nissan Navara hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda fyrir þær breytingar sem gerðar hafa verið frá fyrri gerð og var hann kosinn pallbíll ársins 2016 í sínum flokki. Meðal nýjunga má nefna að fjölarma gormafjöðrun að aftan er nú staðalbúnaður í Navara auk þess sem þægindi fyrir ökumann og farþega hafa verið aukin til mikilla muna. Í mælaborði er m.a. að finna Nissan Connect upplýsingakerfi með 7 tommu litaskjá og íslensku leiðsögukerfi, bakkmyndavél, 360° myndavélakerfi sem tekur við skilaboðum frá fjórum myndavélum, setur þær saman og birtir sem eina mynd á skjá í mælaborði. Þannig sér ökumaðurinn umhverfi bílsins allan hringinn eins og væri myndin tekin úr dróna ofan við bílinn. Þetta er til mikilla þæginda þegar t.d. lagt er í stæði eða þegar ekið er lúshægt um torfarnar slóðir, en hann virkar aðeins upp að 10 km/klst. Nýr Navara er búinn ýmsum öðrum búnaði, svo sem rafknúinni tregðulæsingu og 100% rafdrifnum driflás á afturöxli og virkri neyðarhemlun, sem er nýjung í þessum flokki bíla, og radar sem mælir bilið til næsta bíls á undan og bregst við ef á þarf að halda. Radarinn vinnur á hvaða hraða sem er og kemur í veg fyrir árekstur sé hraðinn 30 km/klst eða minni.Nissan Navara.
Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent