Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - FH 23-22 | Mosfellingar vörðu heimavöllinn Guðmundur Marinó Ingvarsson í N1-höllinni skrifar 14. apríl 2016 21:45 Davíð Svansson, markvörður Aftureldingar. vísir/vilhelm Afturelding lagði FH 23-22 í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Olís deildar karla í handbolta í kvöld á heimavelli. Afturelding var 12-11 yfir í hálfleik. Afturelding er því 1-0 yfir í einvíginu og getur tryggt sér sæti í undanúrslitum með sigri í Kaplakrika á sunnudag en FH þarf að vinna þá ætli liðið að koma aftur í Mosfellsbæinn í oddaleik. FH byrjaði leikinn mun betur og virtust heimamenn ekkert ráða við taugarnar fyrstu mínúturnar. Skot þeirra hittu fæst markið og liði skoraði aðeins eitt mark fyrstu 13 mínútur leiksins. Það kom þó ekki að sök því varnarleikur Aftureldingar var prýðilegur og óx ásmeginn er leið á fyrri hálfleikinn. Afturelding náði að jafna en aftur náði FH frumkvæðinu í leiknum og voru gestirnir úr Hafnarfirði fjórum mörkum yfir þegar níu mínútur voru til hálfleiks. Þá lokaði Davíð Svansson markinu og Mosfellingar skoruðu sjö mörk gegn einu á átta mínútum áður en FH náði að minnka muninn í eitt mark fyrir hlé. Sviptingarnar í seinni hálfleik voru ekki eins miklar en Afturelding byrjaði mun betur og komst með fimm mörkum yfir. Mosfellingar léku frábæra vörn og áttu FH-ingar í miklum vandræðum í sóknarleiknum. Raunar er hægt að hrósa vörn FH líka og lagði hún grunninn að því að FH náði að vinna sig aftur inn í leikinn og minnka muninn í eitt mark en nær komst FH ekki. Ágúst Birgisson FH-ingur fékk að líta rauða spjaldið þegar tæpar 2 mínútur voru eftir og Afturelding þremur mörkum yfir. FH sýndi mikinn vilja og kraft til að minnka muninn manni færri en munurinn var einfaldlega of mikill fyrir þetta skamman tíma. Davíð Svansson í marki Aftureldingar og Ágúst Elí Björgvinsson markvörður FH áttu mjög góðan leik fyrir aftan sterkar varnirnar en markaskor beggja liða dreifðist vel á leikmenn liðanna. Jóhann Gunnar: Svona á maður að gera þetta í úrslitakeppninni„Mér fannst 6-0 vörnin ganga nokkuð vel. Þeir eru með góða skotmenn sem voru að hitta en svo gerðum við skemmtilegan hlut sem var að breyta í 5-1 vörnina strax í seinni hálfleik sem kannski kom þeim á óvart,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson hægri skytta Aftureldingar. „Við tókum smá séns því 6-0 vörnin gekk fínt. Svona á maður að gera þetta í úrslitakeppninni. Brjóta þetta upp og gera þetta skemmtilegt.“ Afturelding byrjaði leikinn ekki vel sóknarlega og var nokkuð lengi að koma sér í gang. „Við byrjum leikinn illa. Við skjótum oft framhjá sem er ekta úrslitakeppnisstress,“ sagði Einar en stressið lét aftur sjá sig í lokin þegar FH vann næstum upp þriggja marka forystu á 90 sekúndum. „Við erum þekktir fyrir að hafa þetta jafnt. Ég er búinn að vera í Aftureldingu í tvö ár og ætlum við séum ekki búnir að taka 20 leikhlé þar sem við erum með boltann annað hvort einu marki yfir eða undir. „Þetta átti að vera komið en svona er úrslitakeppnin. Spennan er mikil og þetta hefði auðveldlega getað farið í framlengingu. „Þetta eru tvö jöfn lið. Mér finnst FH vera skemmtilegt og flott lið. Bæði lið spila 6-0 vörn og spila hratt upp. Það munar nánast engu á þessum liðum,“ sagði Jóhann Gunnar sem lék lungan úr leiknum en fór útaf meiddur í seinni hálfeik. „Ég datt út um miðjan seinni. Ég hélt ég myndi ná að klára þetta. Þetta er mjög skrýtið. Ég hef aldrei lent í þessu. Ég snéri mig ekki en lenti illa og hann heldur að þetta sé bólga í liðnum í ristinni. Ég kann ekkert á þetta. Vonandi er hægt að teipa þetta,“ sagði Jóhann Gunnar sem vonast til að vera með þegar liðin mætast aftur á sunnudagskvöldið. Halldór Jóhann: Gerðum fleiri feila en þeir„Við gerum rosalega mörg mistök á þessum kafla,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon aðspurður hvort lokin á fyrri hálfleik og upphaf seinni hálfleiks hafi í raun ráðið úrslitum í kvöld. „Við hættum þessari ákveðni sóknarlega sem við höfðum sýnt. Við vorum skynsamir og tókum góð færi. Svo gerum við of mörg mistök. Við vorum með skráða 12 feila bara í seinni hálfleik. Það er allt of dýrt.“ Bæði lið áttu í nokkrum vandræðum í uppstilltum sóknarleik í leiknum og vildi Halldór meina að munurinn á liðunum hafi í raun verið þessi fjöldi af töpuðum boltum hjá FH. „Þeir fengu allt of mikið af auðveldum mörkum. Þegar við komumst í okkar 6-0 vörn og þeir stilltu upp á okkur þá áttu þeir erfitt með að skora eins og við áttum erfitt með að skora hjá þeim. „Þeir nýttu sér það vel að við gerðum fleiri feila en þeir. Svona er þetta, þetta er hörku viðureign tveggja góðra liða,“ sagði Halldór sem var allt annað en ánægður með rauða spjaldið sem Ágúst Birgisson fékk seint í leiknum. „Við höfðum engu að tapa og reyndum að setja pressu á þá en ég á eftir að sjá þetta rauða spjald. Ég get ekki ímyndað mér að þetta hafi verið eitthvað verra en 20 til 30 önnur atvik í leiknum. Ég get ekki séð það. „Menn þurfa að vera ansi vissir til að gefa svona rauð spjöld. Það er enginn sem lemur í andlit eða hrindir í bak. Rétt á undan var hraðaupphlaup þar sem Gísli (Þorgeir Kristjánsson) var straujaður og hann átti aldrei möguleika í boltann og það var bara 2 mínútur. „Ég á eftir að kíkja á þetta en mér fannst allir vera hátt uppi í dag. Bæði leikmenn, þjálfarar og dómarar,“ sagði Halldór sem hafði engar upplýsingar fengið um hvað muni standa í skýrslu dómaranna. „Ég á eftir að ræða við þá. Það væri virkilega dapurt ef það er bann við þessu. Ég vona að menn fari ekki þess háttar leið.“ Olís-deild karla Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Afturelding lagði FH 23-22 í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Olís deildar karla í handbolta í kvöld á heimavelli. Afturelding var 12-11 yfir í hálfleik. Afturelding er því 1-0 yfir í einvíginu og getur tryggt sér sæti í undanúrslitum með sigri í Kaplakrika á sunnudag en FH þarf að vinna þá ætli liðið að koma aftur í Mosfellsbæinn í oddaleik. FH byrjaði leikinn mun betur og virtust heimamenn ekkert ráða við taugarnar fyrstu mínúturnar. Skot þeirra hittu fæst markið og liði skoraði aðeins eitt mark fyrstu 13 mínútur leiksins. Það kom þó ekki að sök því varnarleikur Aftureldingar var prýðilegur og óx ásmeginn er leið á fyrri hálfleikinn. Afturelding náði að jafna en aftur náði FH frumkvæðinu í leiknum og voru gestirnir úr Hafnarfirði fjórum mörkum yfir þegar níu mínútur voru til hálfleiks. Þá lokaði Davíð Svansson markinu og Mosfellingar skoruðu sjö mörk gegn einu á átta mínútum áður en FH náði að minnka muninn í eitt mark fyrir hlé. Sviptingarnar í seinni hálfleik voru ekki eins miklar en Afturelding byrjaði mun betur og komst með fimm mörkum yfir. Mosfellingar léku frábæra vörn og áttu FH-ingar í miklum vandræðum í sóknarleiknum. Raunar er hægt að hrósa vörn FH líka og lagði hún grunninn að því að FH náði að vinna sig aftur inn í leikinn og minnka muninn í eitt mark en nær komst FH ekki. Ágúst Birgisson FH-ingur fékk að líta rauða spjaldið þegar tæpar 2 mínútur voru eftir og Afturelding þremur mörkum yfir. FH sýndi mikinn vilja og kraft til að minnka muninn manni færri en munurinn var einfaldlega of mikill fyrir þetta skamman tíma. Davíð Svansson í marki Aftureldingar og Ágúst Elí Björgvinsson markvörður FH áttu mjög góðan leik fyrir aftan sterkar varnirnar en markaskor beggja liða dreifðist vel á leikmenn liðanna. Jóhann Gunnar: Svona á maður að gera þetta í úrslitakeppninni„Mér fannst 6-0 vörnin ganga nokkuð vel. Þeir eru með góða skotmenn sem voru að hitta en svo gerðum við skemmtilegan hlut sem var að breyta í 5-1 vörnina strax í seinni hálfleik sem kannski kom þeim á óvart,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson hægri skytta Aftureldingar. „Við tókum smá séns því 6-0 vörnin gekk fínt. Svona á maður að gera þetta í úrslitakeppninni. Brjóta þetta upp og gera þetta skemmtilegt.“ Afturelding byrjaði leikinn ekki vel sóknarlega og var nokkuð lengi að koma sér í gang. „Við byrjum leikinn illa. Við skjótum oft framhjá sem er ekta úrslitakeppnisstress,“ sagði Einar en stressið lét aftur sjá sig í lokin þegar FH vann næstum upp þriggja marka forystu á 90 sekúndum. „Við erum þekktir fyrir að hafa þetta jafnt. Ég er búinn að vera í Aftureldingu í tvö ár og ætlum við séum ekki búnir að taka 20 leikhlé þar sem við erum með boltann annað hvort einu marki yfir eða undir. „Þetta átti að vera komið en svona er úrslitakeppnin. Spennan er mikil og þetta hefði auðveldlega getað farið í framlengingu. „Þetta eru tvö jöfn lið. Mér finnst FH vera skemmtilegt og flott lið. Bæði lið spila 6-0 vörn og spila hratt upp. Það munar nánast engu á þessum liðum,“ sagði Jóhann Gunnar sem lék lungan úr leiknum en fór útaf meiddur í seinni hálfeik. „Ég datt út um miðjan seinni. Ég hélt ég myndi ná að klára þetta. Þetta er mjög skrýtið. Ég hef aldrei lent í þessu. Ég snéri mig ekki en lenti illa og hann heldur að þetta sé bólga í liðnum í ristinni. Ég kann ekkert á þetta. Vonandi er hægt að teipa þetta,“ sagði Jóhann Gunnar sem vonast til að vera með þegar liðin mætast aftur á sunnudagskvöldið. Halldór Jóhann: Gerðum fleiri feila en þeir„Við gerum rosalega mörg mistök á þessum kafla,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon aðspurður hvort lokin á fyrri hálfleik og upphaf seinni hálfleiks hafi í raun ráðið úrslitum í kvöld. „Við hættum þessari ákveðni sóknarlega sem við höfðum sýnt. Við vorum skynsamir og tókum góð færi. Svo gerum við of mörg mistök. Við vorum með skráða 12 feila bara í seinni hálfleik. Það er allt of dýrt.“ Bæði lið áttu í nokkrum vandræðum í uppstilltum sóknarleik í leiknum og vildi Halldór meina að munurinn á liðunum hafi í raun verið þessi fjöldi af töpuðum boltum hjá FH. „Þeir fengu allt of mikið af auðveldum mörkum. Þegar við komumst í okkar 6-0 vörn og þeir stilltu upp á okkur þá áttu þeir erfitt með að skora eins og við áttum erfitt með að skora hjá þeim. „Þeir nýttu sér það vel að við gerðum fleiri feila en þeir. Svona er þetta, þetta er hörku viðureign tveggja góðra liða,“ sagði Halldór sem var allt annað en ánægður með rauða spjaldið sem Ágúst Birgisson fékk seint í leiknum. „Við höfðum engu að tapa og reyndum að setja pressu á þá en ég á eftir að sjá þetta rauða spjald. Ég get ekki ímyndað mér að þetta hafi verið eitthvað verra en 20 til 30 önnur atvik í leiknum. Ég get ekki séð það. „Menn þurfa að vera ansi vissir til að gefa svona rauð spjöld. Það er enginn sem lemur í andlit eða hrindir í bak. Rétt á undan var hraðaupphlaup þar sem Gísli (Þorgeir Kristjánsson) var straujaður og hann átti aldrei möguleika í boltann og það var bara 2 mínútur. „Ég á eftir að kíkja á þetta en mér fannst allir vera hátt uppi í dag. Bæði leikmenn, þjálfarar og dómarar,“ sagði Halldór sem hafði engar upplýsingar fengið um hvað muni standa í skýrslu dómaranna. „Ég á eftir að ræða við þá. Það væri virkilega dapurt ef það er bann við þessu. Ég vona að menn fari ekki þess háttar leið.“
Olís-deild karla Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira