Stjarnan hefur fengið góðan liðsauka fyrir átökin í Olís-deild karla á næsta tímabili því í kvöld skrifaði markvörðurinn Sveinbjörn Pétursson undir tveggja ára samning við Garðabæjarliðið.
Sveinbjörn kemur til Stjörnunnar frá þýska B-deildarliðinu Aue sem hann hefur leikið með undanfarin fjögur ár.
Sveinbjörn kemur til með að styrkja lið Stjörnunnar gríðarlega mikið en hann hefur leikið átta A-landsleiki.
Sveinbjörn lék með Akureyri og HK áður en hann hélt utan en hann var valinn markvörður ársins 2011 þegar Akureyri lenti í 2. sæti í deild og bikar.
Stjarnan féll úr Olís-deildinni í fyrra en endurheimti sæti sitt þar með því að vinna 1. deildina í vetur.
Sveinbjörn í Garðabæinn
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


Tottenham vann Evrópudeildina
Fótbolti



Guardiola hótar að hætta
Enski boltinn



Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika
Íslenski boltinn

Shaq segist hundrað prósent
Körfubolti

Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd
Fótbolti