Geir og Guðmundur: Verða hópferðir til Frakklands Anton Ingi Leifsson skrifar 17. apríl 2016 21:45 Geir Guðmundsson og Guðmundur Hólmar Helgason, frændurnir og bestu vinirnir í liði Vals, eru spenntir fyrir að ganga í raðir Cesson Rennes í Frakklandi eftir tímabilið. Þeir félagarnir ræddu stöðu mála við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem þeir sögðu meðal annars að þeir hafi lagt gífurlega mikla vinnu á sig. „Það var bara mjög stuttu eftir að Guðmundur samdi að viðræður hófust og það er dálítið síðan að ég skrifaði undir," sagði Geir og Guðmundur bætti við: „Þetta er bara áframhaldandi veisla. Þetta er mjög gaman og ánægjulegt að fá Geira frænda með." Þeir eru systkinabörn og hafa leikið með sömu félögunum í sjö ár; fyrst á Akureyri og nú með Val. Það verða því líklega hópferðir til Rennes á næsta leiktímabili. „Ég held að það séu allir mjög sáttir með þetta. Það verða hópferðir út, gista allir í Frakklandi. Ég held að það er enginn að kvarta yfir því." Stökkið er stórt frá Olís-deildinni yfir í næst sterkustu deild í heimi, en strákarnir eru hvergi bangnir. „Þeir eru stórir og sterkir í þessari deild og hraðinn er mikill. Það eru mjög góðir handboltamenn í þessari deild þannig þetta er toppklassi," sagði Geir. „Maður er búinn að æfa eins og vitleysingur ég veit ekki hvað lengi. Á Akureyri æfðum við mjög mikið og það má segja að þó nokkrir klukkutímar hafi farið í að komast á þennan stað." „Fyrsta árið fer bara í aðlagast nýrri deild, tungumáli, umhverfi og þess háttar. Við setum markið ekki of hátt í upphafi," sagði Gudmundur og hélt áfram. „Það er líka spurning um að fara út og njóta. Þetta er bara draumur hvers íþróttamanns að gera þetta að vinnu sinni og það er líka útgangspunkturinn að fara út og njóta." Ragnar Óskarsson, fyrrum aðstoðarþjálfari Vals, er aðstoðarþjálfari Cesson Rennes og það mun hjálpa drengjunum. „Raggi er búinn að vera duglegur að senda okkur myndbönd og maður þarf að vera duglegur að æfa og mæta í sínu besta formi," sagði Geir og Guðmundur bætti við að kynni sín af Ragnari sé góð: „Hann var með okkur aðstoðarþjálfari í eitt ár hérna og það mun koma sér mjög vel þegar við komum út. Hann þekkir okkar styrkleika og veit í hverju við þurfum að vinna til að fúnkera í þessari deild," sagði Guðmundur. Innslagið má sjá í heild sinni í sjónvarpsglugganum hér að ofan. Olís-deild karla Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira
Geir Guðmundsson og Guðmundur Hólmar Helgason, frændurnir og bestu vinirnir í liði Vals, eru spenntir fyrir að ganga í raðir Cesson Rennes í Frakklandi eftir tímabilið. Þeir félagarnir ræddu stöðu mála við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem þeir sögðu meðal annars að þeir hafi lagt gífurlega mikla vinnu á sig. „Það var bara mjög stuttu eftir að Guðmundur samdi að viðræður hófust og það er dálítið síðan að ég skrifaði undir," sagði Geir og Guðmundur bætti við: „Þetta er bara áframhaldandi veisla. Þetta er mjög gaman og ánægjulegt að fá Geira frænda með." Þeir eru systkinabörn og hafa leikið með sömu félögunum í sjö ár; fyrst á Akureyri og nú með Val. Það verða því líklega hópferðir til Rennes á næsta leiktímabili. „Ég held að það séu allir mjög sáttir með þetta. Það verða hópferðir út, gista allir í Frakklandi. Ég held að það er enginn að kvarta yfir því." Stökkið er stórt frá Olís-deildinni yfir í næst sterkustu deild í heimi, en strákarnir eru hvergi bangnir. „Þeir eru stórir og sterkir í þessari deild og hraðinn er mikill. Það eru mjög góðir handboltamenn í þessari deild þannig þetta er toppklassi," sagði Geir. „Maður er búinn að æfa eins og vitleysingur ég veit ekki hvað lengi. Á Akureyri æfðum við mjög mikið og það má segja að þó nokkrir klukkutímar hafi farið í að komast á þennan stað." „Fyrsta árið fer bara í aðlagast nýrri deild, tungumáli, umhverfi og þess háttar. Við setum markið ekki of hátt í upphafi," sagði Gudmundur og hélt áfram. „Það er líka spurning um að fara út og njóta. Þetta er bara draumur hvers íþróttamanns að gera þetta að vinnu sinni og það er líka útgangspunkturinn að fara út og njóta." Ragnar Óskarsson, fyrrum aðstoðarþjálfari Vals, er aðstoðarþjálfari Cesson Rennes og það mun hjálpa drengjunum. „Raggi er búinn að vera duglegur að senda okkur myndbönd og maður þarf að vera duglegur að æfa og mæta í sínu besta formi," sagði Geir og Guðmundur bætti við að kynni sín af Ragnari sé góð: „Hann var með okkur aðstoðarþjálfari í eitt ár hérna og það mun koma sér mjög vel þegar við komum út. Hann þekkir okkar styrkleika og veit í hverju við þurfum að vinna til að fúnkera í þessari deild," sagði Guðmundur. Innslagið má sjá í heild sinni í sjónvarpsglugganum hér að ofan.
Olís-deild karla Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira