Strax komnar 133.000 pantanir í Tesla Model 3 Finnur Thorlacius skrifar 1. apríl 2016 09:10 Tesla Model 3 bíllinn á sviðinu í gærkvöldi og pantanir í bílinn orðnar 133.116 talsins. Tesla Model 3 bíllinn var kynntur í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Samtímis voru opnaðar pantanir fyrir þennan ódýrasta bíl Tesla, sem ekki mun kosta nema 35.000 dollara í sinni ódýrustu mynd. Búist hafði verið við allt að 100.000 pöntunum í bílinn fyrsta sólarhringinn en bara á meðan Elon Musk, forstjóri og eigandi Tesla, kynnti gripinn voru pantanirnar komnar í 115.000. Klukkustund síðar voru þær komnar í 133.000 og nýir kaupendur komu inn um það bil á hverri sekúndu. Hver sá sem festi sér kaup á nýjum Tesla Model 3 bíl þurfti að leggja til 1.000 dollara pöntunargreiðslu og því duttu 133 milljónir dollara inní peningahirslur Tesla í gær. Til frumsýningarinnar á bílnum var boðið 850 manns og var einn Íslendingur þar á meðal, Gísli Gíslason eigandi rafmagnsbílasölunnar Even. Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent
Tesla Model 3 bíllinn var kynntur í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Samtímis voru opnaðar pantanir fyrir þennan ódýrasta bíl Tesla, sem ekki mun kosta nema 35.000 dollara í sinni ódýrustu mynd. Búist hafði verið við allt að 100.000 pöntunum í bílinn fyrsta sólarhringinn en bara á meðan Elon Musk, forstjóri og eigandi Tesla, kynnti gripinn voru pantanirnar komnar í 115.000. Klukkustund síðar voru þær komnar í 133.000 og nýir kaupendur komu inn um það bil á hverri sekúndu. Hver sá sem festi sér kaup á nýjum Tesla Model 3 bíl þurfti að leggja til 1.000 dollara pöntunargreiðslu og því duttu 133 milljónir dollara inní peningahirslur Tesla í gær. Til frumsýningarinnar á bílnum var boðið 850 manns og var einn Íslendingur þar á meðal, Gísli Gíslason eigandi rafmagnsbílasölunnar Even.
Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent