Veiðin byrjaði í morgun Karl Lúðvíksson skrifar 1. apríl 2016 09:41 Urriði sem veiddist í Hólaá í gær Mynd: Einar Gíslason Veiðitímabilið byrjaði formlega í morgun og þrátt fyrir heldur leiðinlegt veður höfum við frétt af mörgum veiðimönnum sem héldu út í morgunsárið. Að venju voru nokkrir veiðimenn saman komnir við Vífilstaðavatn en þetta er að heita árlegur hittingur hjá þeim sem fara alltaf í vatnið 1. apríl sama hvernig viðrar. Engar fréttir hafa þó enn borist af aflabrögðum en það vonandi breytist þegar líður á daginn. Við höfum einnig frétt af veiðimönnum í Meðalfellsvatni og í Hraunsfirði en þar var orðið íslaust um páskana en hluta vatnsins lagði aftur í frostinu sem fylgdi páskum. Við vitum ekki hvernig staðan var í morgun en það verður fróðlegt að heyra hvernig gekk þarna því þetta er oft skemmtilegt vorsvæði. Eina staðfesta veiðin sem við höfum fréttir af er að vísu frá veiðimanninum Einari Gíslasyni sem bleytti færi í Hólaá við Laugavatn í gær í -1 frosti. Það verður ekki sagt annað en að veiðin hafi verið góð og þetta sé lítið annað en óskabyrjun á sumrinu því hann landaði fimm urriðum á þremur tímum og var sá stærsti 2.5 pund. Einar var að vonum sáttur eftir daginn. Við bíðum spennt eftir frekari fregnum af veiðimönnum í dag og næstu daga og hvetjum ykkur til að senda okkur póst ef þið viljið deila veiðifréttum með okkur. Þú getur sent okkur póst á kalli@365.is Mest lesið Rithöfundar á Rangárbökkum Veiði Smálaxagöngur að skila sér í Norðurá Veiði Svona færðu laxinn til að taka Veiði 147 laxar á einum degi Veiði Góður gangur í Langá Veiði Meðalþyngdin 12 pund úr Fnjóská Veiði Flottur sjóbirtingur úr Hörgá Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Meira veiðist af bleikju í Elliðavatni í ár en í fyrra Veiði Þverá og Kjarrá komnar yfir 1.000 laxa Veiði
Veiðitímabilið byrjaði formlega í morgun og þrátt fyrir heldur leiðinlegt veður höfum við frétt af mörgum veiðimönnum sem héldu út í morgunsárið. Að venju voru nokkrir veiðimenn saman komnir við Vífilstaðavatn en þetta er að heita árlegur hittingur hjá þeim sem fara alltaf í vatnið 1. apríl sama hvernig viðrar. Engar fréttir hafa þó enn borist af aflabrögðum en það vonandi breytist þegar líður á daginn. Við höfum einnig frétt af veiðimönnum í Meðalfellsvatni og í Hraunsfirði en þar var orðið íslaust um páskana en hluta vatnsins lagði aftur í frostinu sem fylgdi páskum. Við vitum ekki hvernig staðan var í morgun en það verður fróðlegt að heyra hvernig gekk þarna því þetta er oft skemmtilegt vorsvæði. Eina staðfesta veiðin sem við höfum fréttir af er að vísu frá veiðimanninum Einari Gíslasyni sem bleytti færi í Hólaá við Laugavatn í gær í -1 frosti. Það verður ekki sagt annað en að veiðin hafi verið góð og þetta sé lítið annað en óskabyrjun á sumrinu því hann landaði fimm urriðum á þremur tímum og var sá stærsti 2.5 pund. Einar var að vonum sáttur eftir daginn. Við bíðum spennt eftir frekari fregnum af veiðimönnum í dag og næstu daga og hvetjum ykkur til að senda okkur póst ef þið viljið deila veiðifréttum með okkur. Þú getur sent okkur póst á kalli@365.is
Mest lesið Rithöfundar á Rangárbökkum Veiði Smálaxagöngur að skila sér í Norðurá Veiði Svona færðu laxinn til að taka Veiði 147 laxar á einum degi Veiði Góður gangur í Langá Veiði Meðalþyngdin 12 pund úr Fnjóská Veiði Flottur sjóbirtingur úr Hörgá Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Meira veiðist af bleikju í Elliðavatni í ár en í fyrra Veiði Þverá og Kjarrá komnar yfir 1.000 laxa Veiði