Nýr jepplingur frá Maserati Finnur Thorlacius skrifar 1. apríl 2016 10:15 Þessari mynd af Maserati Kubang hefur verið lekið út. Það er ekki nóg með að Maserati setji á markað jeppann Levante í sumar heldur er ítalska sportfyrirtækið einnig að undirbúa smíði jepplings sem verður öllu minni og fær nafnið Kubang. Hann á að fara í sölu árið 2018. Kubang er mjög líkur Levante og eiginlega eins og smækkuð mynd hans. Hann verður í fyrstu boðinn með 2,0 lítra og fjögurra strokka bensín- og dísilvélum og 9 gíra sjálfskiptingu og mun kosta um 35.000 evrur, eða tæpar 5 milljónir króna. Árið 2019 verður þessi jepplingur einnig í boði með rafmagnsdrifrás eingöngu og á hann að komast heila 800 kílómetra á fullri hleðslu. Rafmótorar hans verða 300 hestöfl svo þar fer nokkuð sprækur bíll. Þessi útfærsla Kubang verður öllu dýrari, eða á um 50.000 evrur. Maserati ætlar síðan að bjóða Kubang í kraftaútfærslu með 4,7 lítra V8 vél sem verður heil 600 hestöfl og öll þau hestöfl verða send til afturhjólanna. Þessi afar öflugi bíll tekur sprettinn í 100 á undir 4 sekúndum. Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent
Það er ekki nóg með að Maserati setji á markað jeppann Levante í sumar heldur er ítalska sportfyrirtækið einnig að undirbúa smíði jepplings sem verður öllu minni og fær nafnið Kubang. Hann á að fara í sölu árið 2018. Kubang er mjög líkur Levante og eiginlega eins og smækkuð mynd hans. Hann verður í fyrstu boðinn með 2,0 lítra og fjögurra strokka bensín- og dísilvélum og 9 gíra sjálfskiptingu og mun kosta um 35.000 evrur, eða tæpar 5 milljónir króna. Árið 2019 verður þessi jepplingur einnig í boði með rafmagnsdrifrás eingöngu og á hann að komast heila 800 kílómetra á fullri hleðslu. Rafmótorar hans verða 300 hestöfl svo þar fer nokkuð sprækur bíll. Þessi útfærsla Kubang verður öllu dýrari, eða á um 50.000 evrur. Maserati ætlar síðan að bjóða Kubang í kraftaútfærslu með 4,7 lítra V8 vél sem verður heil 600 hestöfl og öll þau hestöfl verða send til afturhjólanna. Þessi afar öflugi bíll tekur sprettinn í 100 á undir 4 sekúndum.
Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent