Matt LeBlanc næstum ók yfir ljósmyndara Finnur Thorlacius skrifar 4. apríl 2016 15:30 Ýmislegt gengur á við tökur á nýjum Top Gear bílaþáttum og það skall sannarlega hurð nærri hælum í S-Afríku um daginn. Þar var verið að taka atriði með Porsche bílum og í einu tökuhléinu ákvað Matt LeBlanc, einn þáttastjórnenda og fyrrum Friends leikari, að taka einn aukasprett á einum Porsche bílanna sér til skemmtunar. Það sem hann sá þó ekki er hann steig uppí bílinn var að ljósmyndari einn lá fyrir framan bílinn og var að taka ljósmyndir af honum. Það varð ljósmyndaranum til happs og Matt LeBlanc í leiðinni að annar tökumaður tók eftir því sem í stefndi og ef hann hefði ekki náð að stöðva Matt rétt fyrir brottför hefði hann ekið yfir ljósmyndarann. Matt LeBlanc varð svo mikið um þetta að hann varð að taka sér nokkurra klukkustunda hlé á tökunum. Sýningar á nýjum þáttum Top Gear hefjast í Bretlandi í maí og vonandi verður ekki ekið yfir neinn við tökur á þáttum fram að því. Mest lesið Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent
Ýmislegt gengur á við tökur á nýjum Top Gear bílaþáttum og það skall sannarlega hurð nærri hælum í S-Afríku um daginn. Þar var verið að taka atriði með Porsche bílum og í einu tökuhléinu ákvað Matt LeBlanc, einn þáttastjórnenda og fyrrum Friends leikari, að taka einn aukasprett á einum Porsche bílanna sér til skemmtunar. Það sem hann sá þó ekki er hann steig uppí bílinn var að ljósmyndari einn lá fyrir framan bílinn og var að taka ljósmyndir af honum. Það varð ljósmyndaranum til happs og Matt LeBlanc í leiðinni að annar tökumaður tók eftir því sem í stefndi og ef hann hefði ekki náð að stöðva Matt rétt fyrir brottför hefði hann ekið yfir ljósmyndarann. Matt LeBlanc varð svo mikið um þetta að hann varð að taka sér nokkurra klukkustunda hlé á tökunum. Sýningar á nýjum þáttum Top Gear hefjast í Bretlandi í maí og vonandi verður ekki ekið yfir neinn við tökur á þáttum fram að því.
Mest lesið Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent