25 ár frá kaupum Volkswagen á Skoda Finnur Thorlacius skrifar 5. apríl 2016 13:30 Mikið hefur breyst hjá Skoda á 25 árum. Árið 1991 keypti Volkswagen 31% hlut í tékkneska bílaframleiðandanum Skoda fyrir 620 milljónir þýskra marka. Frá því jók Volkswagen stöðugt við eign sína í fyrirtækinu og aldamótaárið 2000 var Volkswagen svo búið að kaupa alla hluti í Skoda. Árið 1991 framleiddi Skoda 200.000 bíla á ári af aðeins tveimur bílgerðum en í fyrra var framleiðsla Skoda komin yfir 1 milljón bíla og bílar þess seldir í yfir 100 löndum. Frá fystu kaupum Volkswagen hefur fyrirtækið fjárfest fyrir 11 milljarða evra í Skoda svo það hefur ekki verið ókeypis að auka söluna svo mikið og auka virði Skoda í leiðinni.8% útflutningstekna TékklandsRekstur Skoda bjó til 4,5% af þjóðartekna Tékklands árið 2014 og stóð fyrir 8% útflutningstekna landsins. Það hefur væntanlega aðeins vaxið síðan. Skoda merkið hefur á þessum tíma breyst úr því að vera staðbundið bílamerki sem þjónaði aðeins heimamarkaði og nálægum löndum í það að vera alþjóðlegt bílamerki sem selt er á flestum stærri mörkuðum. Skoda bílar hafa þó aldrei verið seldir í Bandaríkjunum. Rekstur Skoda er mjög arðbær og skilar fyrirtækið móðurfélaginu Volkswagen ávallt fínum hagnaði. Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent
Árið 1991 keypti Volkswagen 31% hlut í tékkneska bílaframleiðandanum Skoda fyrir 620 milljónir þýskra marka. Frá því jók Volkswagen stöðugt við eign sína í fyrirtækinu og aldamótaárið 2000 var Volkswagen svo búið að kaupa alla hluti í Skoda. Árið 1991 framleiddi Skoda 200.000 bíla á ári af aðeins tveimur bílgerðum en í fyrra var framleiðsla Skoda komin yfir 1 milljón bíla og bílar þess seldir í yfir 100 löndum. Frá fystu kaupum Volkswagen hefur fyrirtækið fjárfest fyrir 11 milljarða evra í Skoda svo það hefur ekki verið ókeypis að auka söluna svo mikið og auka virði Skoda í leiðinni.8% útflutningstekna TékklandsRekstur Skoda bjó til 4,5% af þjóðartekna Tékklands árið 2014 og stóð fyrir 8% útflutningstekna landsins. Það hefur væntanlega aðeins vaxið síðan. Skoda merkið hefur á þessum tíma breyst úr því að vera staðbundið bílamerki sem þjónaði aðeins heimamarkaði og nálægum löndum í það að vera alþjóðlegt bílamerki sem selt er á flestum stærri mörkuðum. Skoda bílar hafa þó aldrei verið seldir í Bandaríkjunum. Rekstur Skoda er mjög arðbær og skilar fyrirtækið móðurfélaginu Volkswagen ávallt fínum hagnaði.
Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent