Volkswagen bætir í jepplingaflóruna Finnur Thorlacius skrifar 5. apríl 2016 15:15 Volkswagen er eitt þeirra fyrirtækja sem ætla að nýta sér þann mikla áhuga sem er á smáum jepplingum í dag og sýndi þennan smáa jeppling, T-Cross Breeze, í síðasta mánuði í Genf. Hann er á stærð við VW Polo en ef til vill það merkilegasta við hann er að hann er blæjubíll og fær því nafnið Breeze í endann. Ytri hönnun bílsins minnir um margt á nýjan Tiguan jeppling sem von er á fljótlega, en þó er grillið stærra og ljósin minni og það eru LED-ljós hringinn í kringum þokuljósin. Þó þessi jepplingur sé smár er hann með 300 lítra skott. Bíllinn er aðeins 4,133 metra langur, 1,798 m breiður og 1,563 m hár. Í bílnum er 300 watta Beats Audio hljóðkerfi og kannski veitir ekki af með blæjuna niðri. Með 1,0 lítra vél og 7 gíra sjálfskiptinguLítil 1,0 lítra forþjöppudrifin bensínvél er í bílnum, 110 hestöfl með 175 Nm tog. Sjö gíra sjálfskipting er tengd við vélina og er hún með tveimur kúplingum. Bíllinn eyðir 5 lítrum og mengunin er 115 g/km. Með 40 lítra eldsneytistank er hægt að aka T-Cross 800 kílómetra á tankfylli. T-Cross vegur aðeins 1.250 kíló, er 10,3 sekúndur í 100 og með hámarkshraðann 188 km/klst. Volkswagen ætlar einnig að koma með jeppling á markað sem verður í sama stærðarflokki og VW Golf og verða þá smáir jepplingar fyrirtækisins orðnir þrír. Verður sá bíll byggður á hugmyndabílnum T-Roc concept. Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent
Volkswagen er eitt þeirra fyrirtækja sem ætla að nýta sér þann mikla áhuga sem er á smáum jepplingum í dag og sýndi þennan smáa jeppling, T-Cross Breeze, í síðasta mánuði í Genf. Hann er á stærð við VW Polo en ef til vill það merkilegasta við hann er að hann er blæjubíll og fær því nafnið Breeze í endann. Ytri hönnun bílsins minnir um margt á nýjan Tiguan jeppling sem von er á fljótlega, en þó er grillið stærra og ljósin minni og það eru LED-ljós hringinn í kringum þokuljósin. Þó þessi jepplingur sé smár er hann með 300 lítra skott. Bíllinn er aðeins 4,133 metra langur, 1,798 m breiður og 1,563 m hár. Í bílnum er 300 watta Beats Audio hljóðkerfi og kannski veitir ekki af með blæjuna niðri. Með 1,0 lítra vél og 7 gíra sjálfskiptinguLítil 1,0 lítra forþjöppudrifin bensínvél er í bílnum, 110 hestöfl með 175 Nm tog. Sjö gíra sjálfskipting er tengd við vélina og er hún með tveimur kúplingum. Bíllinn eyðir 5 lítrum og mengunin er 115 g/km. Með 40 lítra eldsneytistank er hægt að aka T-Cross 800 kílómetra á tankfylli. T-Cross vegur aðeins 1.250 kíló, er 10,3 sekúndur í 100 og með hámarkshraðann 188 km/klst. Volkswagen ætlar einnig að koma með jeppling á markað sem verður í sama stærðarflokki og VW Golf og verða þá smáir jepplingar fyrirtækisins orðnir þrír. Verður sá bíll byggður á hugmyndabílnum T-Roc concept.
Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent