Volkswagen væntir mikillar söluaukningar með nýjum Tiguan Finnur Thorlacius skrifar 6. apríl 2016 09:18 Ný kynslóð Volkswagen Tiguan. Í þessum mánuði kemur ný kynslóð Tiguan jepplingsins á markað í Evrópu og væntir Volkswagen talsverðrar söluaukningar frá sama mánuði á síðasta ári. Sala Volkswagen bíla jókst um 3,7% í Evrópu í febrúar en söluminnkun í janúar takmarkaði söluaukninguna samtals á árinu í 0,3%. Volkswagen Tiguan jepplingurinn var næstsöluhæsti jepplingurinn í álfunni í fyrra á eftir Nissan Qashqai og seldust af honum 148.940 eintök og minnkaði salan um 1,3% á milli ára, enda síðasta kynslóð komin til ára sinni. Vænta má þess að sala Tiguan verði öllu meiri í ár með tilkomu nýrrar kynslóðar. Volkswagen hefur nú þegar fengið 10.000 pantanir í Tiguan, án þess að viðskiptavinir hafi séð bílinn, nema þeir sem gerðu sér ferð á bílasýninguna í Frankfürt í haust. Nýir bílar Volkswagen á fjarlægari mörkuðum, eins og nýjum Gol í Brasilíu, hinum stóra Phideon í Kína og Ameo fyrir Indlandsmarkað gæti líka hafið upp sölu Volkswagen á heimsvísu á næstu mánuðum. Þetta ár gæti því orðið ágætasta söluár hjá Volkswagen þrátt fyrir dísilvélasvindlið og minnkandi sölu í Bandaríkjunum í kjölfarið. Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent
Í þessum mánuði kemur ný kynslóð Tiguan jepplingsins á markað í Evrópu og væntir Volkswagen talsverðrar söluaukningar frá sama mánuði á síðasta ári. Sala Volkswagen bíla jókst um 3,7% í Evrópu í febrúar en söluminnkun í janúar takmarkaði söluaukninguna samtals á árinu í 0,3%. Volkswagen Tiguan jepplingurinn var næstsöluhæsti jepplingurinn í álfunni í fyrra á eftir Nissan Qashqai og seldust af honum 148.940 eintök og minnkaði salan um 1,3% á milli ára, enda síðasta kynslóð komin til ára sinni. Vænta má þess að sala Tiguan verði öllu meiri í ár með tilkomu nýrrar kynslóðar. Volkswagen hefur nú þegar fengið 10.000 pantanir í Tiguan, án þess að viðskiptavinir hafi séð bílinn, nema þeir sem gerðu sér ferð á bílasýninguna í Frankfürt í haust. Nýir bílar Volkswagen á fjarlægari mörkuðum, eins og nýjum Gol í Brasilíu, hinum stóra Phideon í Kína og Ameo fyrir Indlandsmarkað gæti líka hafið upp sölu Volkswagen á heimsvísu á næstu mánuðum. Þetta ár gæti því orðið ágætasta söluár hjá Volkswagen þrátt fyrir dísilvélasvindlið og minnkandi sölu í Bandaríkjunum í kjölfarið.
Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent