Gamalt kjarnorkuver að Tesla bílaverksmiðju? Finnur Thorlacius skrifar 6. apríl 2016 14:48 Fessenheim kjarnorkuverið í Alsace í Frakklandi. Ségoléne Royal sem fer með orkumál fyrir frönsk yfirvöld hefur stungið uppá því við Elon Musk, forstjóra og eiganda Tesla rafbílaframleiðandans, að gamalt kjarnorkuver í Frakklandi gæti hentað ágætlega sem verksmiðja Tesla. Musk er að leita að hentugum stað í Evrópu til að smíða Tesla bíla fyrir Evrópumarkað og á ferð sinni í Frakklandi í janúar viðraði hann þessa ósk sína og að draumastaðsetningin væri í Alsace héraði í Frakklandi vegna landfræðilegrar legu. Kjarnorkuverið er einmitt staðsett í Alsace, svo til mitt á milli Strasbourg og Basel í Sviss. Alsace héraðið á landamæri að bæði Þýskalandi og Sviss og væri því heppilegur dreifingastaður fyrir Tesla bíla. Kjarnorkuverið sem um ræðir er í Fessenheim og til stendur að leggja það niður í ár, enda er það elsta nústarfandi kjarnorkuver í Frakklandi. Einhvern tíma tekur þó að ganga svo frá verinu að hægt verði að breyta því í bílaverksmiðju og það gæti fælt Elon Musk frá þessari tillögu Ségoléne Royal. Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent
Ségoléne Royal sem fer með orkumál fyrir frönsk yfirvöld hefur stungið uppá því við Elon Musk, forstjóra og eiganda Tesla rafbílaframleiðandans, að gamalt kjarnorkuver í Frakklandi gæti hentað ágætlega sem verksmiðja Tesla. Musk er að leita að hentugum stað í Evrópu til að smíða Tesla bíla fyrir Evrópumarkað og á ferð sinni í Frakklandi í janúar viðraði hann þessa ósk sína og að draumastaðsetningin væri í Alsace héraði í Frakklandi vegna landfræðilegrar legu. Kjarnorkuverið er einmitt staðsett í Alsace, svo til mitt á milli Strasbourg og Basel í Sviss. Alsace héraðið á landamæri að bæði Þýskalandi og Sviss og væri því heppilegur dreifingastaður fyrir Tesla bíla. Kjarnorkuverið sem um ræðir er í Fessenheim og til stendur að leggja það niður í ár, enda er það elsta nústarfandi kjarnorkuver í Frakklandi. Einhvern tíma tekur þó að ganga svo frá verinu að hægt verði að breyta því í bílaverksmiðju og það gæti fælt Elon Musk frá þessari tillögu Ségoléne Royal.
Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent