Mazda vinnur að 400 hestafla Rotary vél Finnur Thorlacius skrifar 7. apríl 2016 09:42 Einföld teikning af nýju Rotari vél Mazda sem sótt hefur verið um einkaleyfi á. Þó svo Mazda hafi ekki boðið neinn bíl með Rotary vél í þónokkurn tíma herma fréttir að fyrirtækið vinni nú að smíði Rotary vélar sem skilar jafnvel meira en 400 hestöflum og muni verða í nýjum bíl frá Mazda sem yrði arftaki Mazda RX-8 sportbílsins. Að minnsta kosti hefur Mazda sótt um einkaleyfi fyrir þessa vél og það eitt bendir sterklega til þess að smíði hennar verði. Vélin verður með forþjöppu og það skrítna við staðsetningu hennar í bílnum er að henni verður snúið um 180 gráður frá fyrri Rotary vélinni í RX-8. Vélin verður mun eyðslugrennri en fyrri Rotary vélar RX-8 og veitir ekki af þar sem helsti ókostur Rotary véla var eyðsla þeirra. Mazda hefur verið fremur hljótt um frekari þróun Rotary vélar en sýndi engu að síður RX-Vision Concept bíl með Rotary vél í fyrra á bílasýningunni í Tokyo. Bíllinn yrði áfram afturhjóladrifinn. Mest lesið Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent
Þó svo Mazda hafi ekki boðið neinn bíl með Rotary vél í þónokkurn tíma herma fréttir að fyrirtækið vinni nú að smíði Rotary vélar sem skilar jafnvel meira en 400 hestöflum og muni verða í nýjum bíl frá Mazda sem yrði arftaki Mazda RX-8 sportbílsins. Að minnsta kosti hefur Mazda sótt um einkaleyfi fyrir þessa vél og það eitt bendir sterklega til þess að smíði hennar verði. Vélin verður með forþjöppu og það skrítna við staðsetningu hennar í bílnum er að henni verður snúið um 180 gráður frá fyrri Rotary vélinni í RX-8. Vélin verður mun eyðslugrennri en fyrri Rotary vélar RX-8 og veitir ekki af þar sem helsti ókostur Rotary véla var eyðsla þeirra. Mazda hefur verið fremur hljótt um frekari þróun Rotary vélar en sýndi engu að síður RX-Vision Concept bíl með Rotary vél í fyrra á bílasýningunni í Tokyo. Bíllinn yrði áfram afturhjóladrifinn.
Mest lesið Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent