Metsala bíla í Bretlandi í mars Finnur Thorlacius skrifar 7. apríl 2016 12:25 Tvær kynslóðir Mini bíla. mini.com Aldrei áður hefur selst viðlíka magn nýrra bíla í mars í Bretlandi en í nýliðnum mánuði. Salan nam 518.707 bílum og var aukningin 5,3% frá fyrra ári. Salan á fyrstu þremur mánuðum ársins hefur ekki verið meiri frá árinu 1997. Það sem ýtir undir góða sölu í Bretlandi nú eru lágir vextir á bílalánum og vænleg tilboð á bílum og fjármögnun þeirra frá bílasölum. Þó að salan nú sé góð er gert ráð fyrir að um hægist í sölunni, jafnvel strax í þessum mánuði vegna pólitískrar óvissu vegna atkvæðagreiðslu um úrsögn úr Evrópusambandinu. Svo vel gekk að selja bíla í mars að meira að segja Volkswagen, sem erfitt hefur átt uppdráttar í sölu í Bretlandi og víðar frá dísilvélaskandalnum, var með 0,02% aukningu í sölu. Enn Betur gekk hjá undirmerkjum Volkswagen og t.d. jók Porsche söluna um 19%, Skoda um 10% og Audi um 4,6%. Seat var undantekningin frá reglunni, en sala þess minnkaði um 1,9% á milli ára. Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent
Aldrei áður hefur selst viðlíka magn nýrra bíla í mars í Bretlandi en í nýliðnum mánuði. Salan nam 518.707 bílum og var aukningin 5,3% frá fyrra ári. Salan á fyrstu þremur mánuðum ársins hefur ekki verið meiri frá árinu 1997. Það sem ýtir undir góða sölu í Bretlandi nú eru lágir vextir á bílalánum og vænleg tilboð á bílum og fjármögnun þeirra frá bílasölum. Þó að salan nú sé góð er gert ráð fyrir að um hægist í sölunni, jafnvel strax í þessum mánuði vegna pólitískrar óvissu vegna atkvæðagreiðslu um úrsögn úr Evrópusambandinu. Svo vel gekk að selja bíla í mars að meira að segja Volkswagen, sem erfitt hefur átt uppdráttar í sölu í Bretlandi og víðar frá dísilvélaskandalnum, var með 0,02% aukningu í sölu. Enn Betur gekk hjá undirmerkjum Volkswagen og t.d. jók Porsche söluna um 19%, Skoda um 10% og Audi um 4,6%. Seat var undantekningin frá reglunni, en sala þess minnkaði um 1,9% á milli ára.
Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent