Max var sá yngsti frá upphafi þegar hann hóf keppni í fyrra hjá Toro Rosso þá 17 ára. Hann hefur vakið lukku og orðið vinsæll meðal aðdáenda Formúlu 1. Margir kunna vel við að hann tjá skoðun sína sem hann gerir í talstöðinni á meðan á keppni stendur.
Sjá einnig: Verstappen: Ég horfi fram á veginn, þar eru mínir keppinautar.
Max hefur staðið sig vel og náði í 49 stig og varð 12 ökumaðurinn í heimsmeistarakeppnini í fyrra.
Á undanförnum vikum hafa yfirmenn Mercedes og Ferrari sýnt áhuga á ungstirninu. Max gæti verið samningslaus eftir yfirstandandi tímabil.
„Max verður í topp liði á næsta ári. Og þegar ég segi topp liði þá á ég við Mercedes, Ferrari eða Red Bull,“ sagði Jos Verstappen.
Jos sagði enn frekar að líklegast fengi Max sæti hjá Red Bull. Hann sagði að það væru þó líka einhverjar líkur á sæti hjá Ferrari eða Mercedes.
Daniil Kvyat núverandi ökumaður Red Bull er undir mikilli pressu þessi misserin og gæti misst sæti sitt til að gera pláss fyrir Max Verstappen.
Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir feril Max Verstappen í Formúlu 1.