Hraðatakmörkunum aflétt á Nürburgring Finnur Thorlacius skrifar 31. mars 2016 09:58 Brátt má aka Nürburgring akstursbrautina í Þýskalandi á ótakmörkuðum hraða. Hraðatakmarkanir hafa verið á akstursbrautinni Nürburgring frá 28. mars í fyrra, en því verður aflétt þann 2. apríl næstkomandi. Ástæða lokunarinnar var slys sem átti sér stað í mars í fyrra er Nissan GT-R bíll sem ekið var af Jann Mardenborough í þolaksturskeppni tókst á loft og endaði á áhorfendasvæði brautarinnar með hörmulegum afleiðingum. Nú hafa verið gerðar nauðsynlegar breytingar á brautinn til að tryggja bæði öryggi ökumanna og áhorfenda. Hraðatakmarkanirnar voru á tveimur hættulegum stöðum brautarinnar, við Schwedenkreuz beygjuna og Döttinger Höhe, sem er beinn kafli. Með afléttingu hraðatakmarkana munu vafalaust hefjast aftur barátta bílframleiðenda við að setja hraðamet í brautinni í hinum ýmsu flokkum bíla. Margt gerist í þróun bíla á einu ári og vafalaust hugsa margir sér gott til glóðarinnar nú og vænta má frétta af bætingum á næstu mánuðum. Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Hraðatakmarkanir hafa verið á akstursbrautinni Nürburgring frá 28. mars í fyrra, en því verður aflétt þann 2. apríl næstkomandi. Ástæða lokunarinnar var slys sem átti sér stað í mars í fyrra er Nissan GT-R bíll sem ekið var af Jann Mardenborough í þolaksturskeppni tókst á loft og endaði á áhorfendasvæði brautarinnar með hörmulegum afleiðingum. Nú hafa verið gerðar nauðsynlegar breytingar á brautinn til að tryggja bæði öryggi ökumanna og áhorfenda. Hraðatakmarkanirnar voru á tveimur hættulegum stöðum brautarinnar, við Schwedenkreuz beygjuna og Döttinger Höhe, sem er beinn kafli. Með afléttingu hraðatakmarkana munu vafalaust hefjast aftur barátta bílframleiðenda við að setja hraðamet í brautinni í hinum ýmsu flokkum bíla. Margt gerist í þróun bíla á einu ári og vafalaust hugsa margir sér gott til glóðarinnar nú og vænta má frétta af bætingum á næstu mánuðum.
Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent