BMW Isetta endurvakin sem Microlino Finnur Thorlacius skrifar 22. mars 2016 09:23 Minnsti framleiðslubíll BMW í gegnum tíðina var Isetta sem framleiddur var á árunum 1955 til 1962. Var sá bíll byggður á ítalska bílnum Iso Isetta en fyrirtækið framseldi framleiðslurétt bílsins til BMW. Isetta var á sínum tíma uppnefndur “Bubble Car” vegna sköpulags síns. Nú stendur til að endurvekja þennan smávaxna bíl og er það svissneska fyrirtækið Micro Mobility Systems sem það gerir. Bíllinn verður kallaður Microlino og verður með rafmagnsdrifrás. Þessi endurgerð Isetta var sýnd á bílasýningunni í Genf en engu munaði að svo yrði ekki þar sem tilraunabíllinn skemmdist í flutningum og átti þar í hlut lyftari. Microlino er ekki skilgreindur sem bíll heldur eins og þríhjól, þrátt fyrir að vera á 4 dekkjum, en drifið áfram af rafmagni. Því þarf Microlino ekki að uppfylla strangar öryggisreglur og ekki að ganga í gegnum árekstrarpróf. Það sama á t.d. við Renault Twizy ökutækið. Á bílasýningunni í Genf hóf svissneska fyrirtækið að taka niður pantanir í Microlino og fékk alls 500 pantanir á 13 dögum. Fyrir vikið er kominn biðlisti fyrir aðra áhugasama kaupendur. Microlino er með 15 kW rafmótor og kemst 100 til 120 km á fullri helðslu og hámarkshraði hans er 100 km/klst. Einhver munur er á framleiðslugerðum bílsins því verð hans er frá 1,1 til 1,8 milljónir króna. Fyrstu kaupendur Microlino eiga von á að fá bíla sína afhenta seint á næsta ári. Bílar video Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent
Minnsti framleiðslubíll BMW í gegnum tíðina var Isetta sem framleiddur var á árunum 1955 til 1962. Var sá bíll byggður á ítalska bílnum Iso Isetta en fyrirtækið framseldi framleiðslurétt bílsins til BMW. Isetta var á sínum tíma uppnefndur “Bubble Car” vegna sköpulags síns. Nú stendur til að endurvekja þennan smávaxna bíl og er það svissneska fyrirtækið Micro Mobility Systems sem það gerir. Bíllinn verður kallaður Microlino og verður með rafmagnsdrifrás. Þessi endurgerð Isetta var sýnd á bílasýningunni í Genf en engu munaði að svo yrði ekki þar sem tilraunabíllinn skemmdist í flutningum og átti þar í hlut lyftari. Microlino er ekki skilgreindur sem bíll heldur eins og þríhjól, þrátt fyrir að vera á 4 dekkjum, en drifið áfram af rafmagni. Því þarf Microlino ekki að uppfylla strangar öryggisreglur og ekki að ganga í gegnum árekstrarpróf. Það sama á t.d. við Renault Twizy ökutækið. Á bílasýningunni í Genf hóf svissneska fyrirtækið að taka niður pantanir í Microlino og fékk alls 500 pantanir á 13 dögum. Fyrir vikið er kominn biðlisti fyrir aðra áhugasama kaupendur. Microlino er með 15 kW rafmótor og kemst 100 til 120 km á fullri helðslu og hámarkshraði hans er 100 km/klst. Einhver munur er á framleiðslugerðum bílsins því verð hans er frá 1,1 til 1,8 milljónir króna. Fyrstu kaupendur Microlino eiga von á að fá bíla sína afhenta seint á næsta ári.
Bílar video Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent