Sala Borgward bíla hefst í næsta mánuði Finnur Thorlacius skrifar 22. mars 2016 12:56 Borgward BX7 á bílasýningunni í Genf. Borgward bílafyrirtækið þýska hefur ekki framleitt einn einasta bíl síðan árið 1961, eða í 55 ár. Sala á Borgward bílum hefst aftur í næsta mánuði og þá eingöngu á Borgward BX7 jepplingnum. Borgward fyrirtækið er nú fjármagnað með kínversku fé og framleiðslan fer einnig fram þar í landi, sem og sala hans í fyrstu. Það gæti þó breyst því Borgward hugleiðir nú einnig framleiðslu og sölu í Þýskalandi. Framleiðslugetan í Kína er 160.000 bílar á ári en gæti hratt risið í 360.000 bíla á ári. Borgward hefur nú þegar komið sér upp 100 söluaðilum sem verða líklega um 120 í enda þessa árs og 200 í enda næsta árs. Borgward mun taka ákvörðun við enda þessa árs hvort framleiðsla muni hefjast í Þýskalandi og fer nú fram fýsileikakönnun á því. Næsti bíll Borgward mun verða BX5, öllu minni jepplingur, en síðan er stefnan að framleiða tengiltvinnbíl og rafmagnsbíl fyrir Þýskumælandi markað Evrópu. Rafmagnsbíllinn á að hafa drægni uppá 250 kílómetra og verða á mjög hagstæðu verði. Höfuðstöðvar Borgward eru í Stuttgart en fjárhagslegt bakland þess er hjá Beiqi Foton Motor í Kína, sem framleiðir bíla í stórum stíl þarlendis. Stefna Borgward er að ná framleiðslu 500.000 bíla á ári á innan fárra ára og að setja fyrirtækið á hlutabréfamarkaðinn í Frankfürt.Borgward BX7 mættur á þjóðvegina. Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent
Borgward bílafyrirtækið þýska hefur ekki framleitt einn einasta bíl síðan árið 1961, eða í 55 ár. Sala á Borgward bílum hefst aftur í næsta mánuði og þá eingöngu á Borgward BX7 jepplingnum. Borgward fyrirtækið er nú fjármagnað með kínversku fé og framleiðslan fer einnig fram þar í landi, sem og sala hans í fyrstu. Það gæti þó breyst því Borgward hugleiðir nú einnig framleiðslu og sölu í Þýskalandi. Framleiðslugetan í Kína er 160.000 bílar á ári en gæti hratt risið í 360.000 bíla á ári. Borgward hefur nú þegar komið sér upp 100 söluaðilum sem verða líklega um 120 í enda þessa árs og 200 í enda næsta árs. Borgward mun taka ákvörðun við enda þessa árs hvort framleiðsla muni hefjast í Þýskalandi og fer nú fram fýsileikakönnun á því. Næsti bíll Borgward mun verða BX5, öllu minni jepplingur, en síðan er stefnan að framleiða tengiltvinnbíl og rafmagnsbíl fyrir Þýskumælandi markað Evrópu. Rafmagnsbíllinn á að hafa drægni uppá 250 kílómetra og verða á mjög hagstæðu verði. Höfuðstöðvar Borgward eru í Stuttgart en fjárhagslegt bakland þess er hjá Beiqi Foton Motor í Kína, sem framleiðir bíla í stórum stíl þarlendis. Stefna Borgward er að ná framleiðslu 500.000 bíla á ári á innan fárra ára og að setja fyrirtækið á hlutabréfamarkaðinn í Frankfürt.Borgward BX7 mættur á þjóðvegina.
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent