Síðasti VW Phaeton af færiböndunum Finnur Thorlacius skrifar 23. mars 2016 09:23 Starfsfólk verksmiðjunnar í Dresden fyrir framan síðasta eintakið af Volkswagen Phaeton. Eftir samfellda 14 ára framleiðslu Volkswagen Phaeton lúxusbílsins hefur síðasta eintak hans runnið af færibandinu í hinni mögnuðu og gegnsæju verksmiðju Volkswagen í Dresden, en hún er að mestu byggð úr gleri. Þetta síðasta eintak bílsins markar ekki bara endalok Phaeton heldur verður framleiðslu bíla alveg hætt í verksmiðjunni og henni breytt í sýningarstað Volkswagen fyrir rafbíla- og tölvutækni. Í raun hefur þessi verksmiðja verið að hluta til gestamiðstöð þar sem fólki er gefinn kostur á því að sjá hvernig bílar eru settir saman og þar er athyglivert að koma. Þegar Volkswagen Phaeton var kynntur árið 2002 var honum beint í samkeppninni við bíla eins og Mercedes Benz S-Class, BMW 7 og Audi A8. Það vantaði þó alltaf lúxusbílmerkið ofan á húddið á Phaeton og því varð þessi bíll aldrei sannfærandi í samkeppninni við hina þó svo hann væri býsna vel smíðaður og vandaður bíll. Hann seldist því aldrei mjög vel og Volkswagen tapaði fé á hverjum einasta bíl sem seldur var. Phaeton hefur fengið vélbúnað allt frá hóflegum V6 vélum uppí W12 vél með 6,0 lítra sprengirými og V10 TDI dísilvél. Þetta síðasta eintak Phaeton fékk hinsvegar 4,2 lítra V8 vél, líklega þá sömu og finna má í Audi A8. Nýr bíll Volkswagen, Phideon sem aðeins verður framleiddur og seldur í Kína er byggður á Phaeton og mun því halda arfleifð hans á lofti í einhvern tíma.Innan í verksmiðjunni er starfsemi var í fullum gangi,Verksmiðjan séð að utan, að mestu smíðuð úr gleri. Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent
Eftir samfellda 14 ára framleiðslu Volkswagen Phaeton lúxusbílsins hefur síðasta eintak hans runnið af færibandinu í hinni mögnuðu og gegnsæju verksmiðju Volkswagen í Dresden, en hún er að mestu byggð úr gleri. Þetta síðasta eintak bílsins markar ekki bara endalok Phaeton heldur verður framleiðslu bíla alveg hætt í verksmiðjunni og henni breytt í sýningarstað Volkswagen fyrir rafbíla- og tölvutækni. Í raun hefur þessi verksmiðja verið að hluta til gestamiðstöð þar sem fólki er gefinn kostur á því að sjá hvernig bílar eru settir saman og þar er athyglivert að koma. Þegar Volkswagen Phaeton var kynntur árið 2002 var honum beint í samkeppninni við bíla eins og Mercedes Benz S-Class, BMW 7 og Audi A8. Það vantaði þó alltaf lúxusbílmerkið ofan á húddið á Phaeton og því varð þessi bíll aldrei sannfærandi í samkeppninni við hina þó svo hann væri býsna vel smíðaður og vandaður bíll. Hann seldist því aldrei mjög vel og Volkswagen tapaði fé á hverjum einasta bíl sem seldur var. Phaeton hefur fengið vélbúnað allt frá hóflegum V6 vélum uppí W12 vél með 6,0 lítra sprengirými og V10 TDI dísilvél. Þetta síðasta eintak Phaeton fékk hinsvegar 4,2 lítra V8 vél, líklega þá sömu og finna má í Audi A8. Nýr bíll Volkswagen, Phideon sem aðeins verður framleiddur og seldur í Kína er byggður á Phaeton og mun því halda arfleifð hans á lofti í einhvern tíma.Innan í verksmiðjunni er starfsemi var í fullum gangi,Verksmiðjan séð að utan, að mestu smíðuð úr gleri.
Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent