Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fram 23-22 | Valsmenn stálu sigrinum í lokin Ingvi Þór Sæmundsson í Valshöllinni skrifar 23. mars 2016 21:45 Guðmundur Hólmar skoraði fimm mörk í kvöld. vísir/ernir Valur bar sigurorð af Fram, 23-22, í 26. og næstsíðustu umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Sturla Magnússon skoraði sigurmark Vals á lokasekúndunum en gestirnir úr Safamýrinni komust í dauðafæri til að klára leikinn sem þeir nýttu ekki. Framarar leiddu 18-21 þegar níu mínútur voru eftir og fengu tækifæri til að auka muninn í fjögur mörk. Það tókst þeim ekki og Valsmenn gengu á lagið, skoruðu fimm af síðustu sex mörkum leiksins og tryggðu sér stigin tvö. Valur hefur oftast spilað en í þessum leik en Óskar Bjarni Óskarsson og lærisveinar geta verið ánægðir með sigurinn. Valsmenn eru löngu búnir að tryggja sér 2. sætið og hafa þ.a.l. að litlu að keppa og það sást í kvöld. Valsmenn byrjuðu leikinn reyndar betur en náðu aldrei afgerandi forskoti sem þeir hefðu líklega náð með aðeins meiri einbeitingu og ákefð. Framarar voru í mestu vandræðum í sóknarleiknum. Þeir höfðu þó eina örugga uppskrift að marki; að koma boltanum inn á Garðar B. Sigurjónsson inni á línunni. Garðar skoraði sjö af 11 mörkum Fram í fyrri hálfleik og klikkaði aðeins á einu skoti. Hjá Val byrjaði Guðmundur Hólmar Helgason af miklum krafti og skoraði þrjú af fyrstu fjórum mörkum liðsins. Vörn Fram var slök til að byrja með en liðið fékk á sig níu mörk á fyrstu 16 mínútunum. Framarar geta hins vegar spilað öfluga vörn og það sýndu þeir seinni hluta fyrri hálfleiks þar sem þeir fengu aðeins á sig tvö mörk á 14 mínútum. Það hjálpaði líka til að Kristófer Fannar Guðmundsson fór að verja í markinu. Framarar skoruðu þrjú mörk í röð og náðu forystunni, 9-10. Valsmenn skoruðu ekki í 11 mínútur en þeim tókst að troða inn tveimur mörkum á lokamínútum fyrri hálfleiks gegn einu hjá Fram og því var staðan í hálfleik jöfn, 11-11. Seinni hálfleikurinn var jafn og hvorugt liðið náði afgerandi áhlaupi framan af. Framarar voru þó ívið sterkari og náðu, sem áður sagði, þriggja marka forystu þegar níu mínútur voru eftir. Liðið er hins vegar brotthætt eftir afleitt gengi undanfarið og forskot Framara fuðraði upp undir lokin. Valsmenn áttu fleiri ása uppi í erminni á lokakaflanum og svo fór að þeir unnu eins marks sigur, 23-22. Guðmundur Hólmar var markahæstur í liði Vals með fimm mörk en Sveinn Aron Sveinsson kom næstur með fjögur. Sigurður Ingiberg Ólafsson varði 16 skot í markinu, meirihluta þeirra í seinni hálfleik. Garðar var langatkvæðamestur hjá Fram með 12 mörk en hann bar af á vellinum í kvöld. Sigurður Örn Þorsteinsson kom næstur Framara með fjögur mörk. Kristófer tók 16 bolta í markinu.Óskar Bjarni: Alltof mikið ósamræmi í dómgæslunni Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, var ánægður með stigin tvö sem hans menn fengu gegn Fram í kvöld en sagði að spilamennskan hefði ekki verið neitt sérstök. "Fyrstu 15 mínúturnar spiluðum við frábæran sóknarleik og skutum vel á Kristófer [Guðmundsson]. Í vörninni vorum við alltaf í vandræðum með Garðar [B. Sigurjónsson] sem hélt lífi í þeim," sagði Óskar eftir leik. "Svo fór Kristófer að verja svolítið og þetta var erfitt sóknarlega í seinni hálfleik sem mér fannst pínku leiðinlegur. "Að vissu leyti var þetta þjófnaður, ég hefði sætt mig við stig úr því sem komið var. Við vorum orðnir full stressaðir undir lokin en náðum að róa okkur niður og fórum að gera einfalda hluti. Siggi [Sigurður Ingiberg Ólafsson] var flottur í markinu og vörnin var ágæt allan leikinn, en ekki meira en það." Óskar var ekki sáttur með dómgæslu þeirra Arnars Sigurjónssonar og Svavars Péturssonar í kvöld. "Mér fannst dómgæslan í seinni hálfleik mjög slök, það verður bara að segjast eins og er. Þetta var slæmt á báða bóga og mér fannst þetta snúast um þá undir lokin. Það var alltof mikið ósamræmi," sagði Óskar. Valsmenn eru fyrir löngu búnir að tryggja sér 2. sætið í deildinni og hafa því að litlu að keppa. En er erfitt að mótivera menn undir þessum kringumstæðum? "Það sýnir sig að ég hef ekki gert það nógu vel. Við höfum ekki spilað nógu vel í heimaleikjunum en mjög vel gegn sterkum liðum á útivelli," sagði Óskar að lokum.Guðlaugur: Vantaði pung til að klára þetta Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Fram, sá klár batamerki á sínu liði frá útreiðinni gegn Haukum í síðustu umferð. Niðurstaðan var þó sú sama, núll stig, og það var þjálfarinn ósáttur við. "Það er gríðarlega svekkjandi að tapa þessum leik þar sem við spiluðum mjög vel á móti sterku liði. "Ég er ofboðslega svekktur með tapið en engu að síður ánægður með mína menn og framfarirnar á viðhorfinu og vinnuframlaginu hjá okkur frá því í síðasta leik eru mjög miklar," sagði Guðlaugur eftir leik. Fram fékk á sig níu mörk fyrstu 16 mínútur leiksins en svo bara tvö á síðustu 14 mínútum fyrri hálfleik. Hvað breyttist þarna í millitíðinni? "Við héldum áfram að spila vörn og Kristófer fór að verja vel. Það er okkar leikur, hann snýst um vörn og markvörslu," sagði Guðlaugur sem var að vonum ósáttur með hvernig Framarar misstu góða forystu frá sér á lokamínútunum. "Við klúðrum möguleika á að auka muninn í fjögur mörk og þeir minnka muninn í hratt í kjölfarið. Það kemur ákveðið óðagot hjá okkur sem sést oft hjá liðum sem hafa verið í vandræðum. Það vantaði smá pung til að klára þetta," þjálfarinn að endingu en hans menn hafa aðeins unnið einn af síðustu 13 leikjum sínum. Olís-deild karla Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Fleiri fréttir Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Sjá meira
Valur bar sigurorð af Fram, 23-22, í 26. og næstsíðustu umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Sturla Magnússon skoraði sigurmark Vals á lokasekúndunum en gestirnir úr Safamýrinni komust í dauðafæri til að klára leikinn sem þeir nýttu ekki. Framarar leiddu 18-21 þegar níu mínútur voru eftir og fengu tækifæri til að auka muninn í fjögur mörk. Það tókst þeim ekki og Valsmenn gengu á lagið, skoruðu fimm af síðustu sex mörkum leiksins og tryggðu sér stigin tvö. Valur hefur oftast spilað en í þessum leik en Óskar Bjarni Óskarsson og lærisveinar geta verið ánægðir með sigurinn. Valsmenn eru löngu búnir að tryggja sér 2. sætið og hafa þ.a.l. að litlu að keppa og það sást í kvöld. Valsmenn byrjuðu leikinn reyndar betur en náðu aldrei afgerandi forskoti sem þeir hefðu líklega náð með aðeins meiri einbeitingu og ákefð. Framarar voru í mestu vandræðum í sóknarleiknum. Þeir höfðu þó eina örugga uppskrift að marki; að koma boltanum inn á Garðar B. Sigurjónsson inni á línunni. Garðar skoraði sjö af 11 mörkum Fram í fyrri hálfleik og klikkaði aðeins á einu skoti. Hjá Val byrjaði Guðmundur Hólmar Helgason af miklum krafti og skoraði þrjú af fyrstu fjórum mörkum liðsins. Vörn Fram var slök til að byrja með en liðið fékk á sig níu mörk á fyrstu 16 mínútunum. Framarar geta hins vegar spilað öfluga vörn og það sýndu þeir seinni hluta fyrri hálfleiks þar sem þeir fengu aðeins á sig tvö mörk á 14 mínútum. Það hjálpaði líka til að Kristófer Fannar Guðmundsson fór að verja í markinu. Framarar skoruðu þrjú mörk í röð og náðu forystunni, 9-10. Valsmenn skoruðu ekki í 11 mínútur en þeim tókst að troða inn tveimur mörkum á lokamínútum fyrri hálfleiks gegn einu hjá Fram og því var staðan í hálfleik jöfn, 11-11. Seinni hálfleikurinn var jafn og hvorugt liðið náði afgerandi áhlaupi framan af. Framarar voru þó ívið sterkari og náðu, sem áður sagði, þriggja marka forystu þegar níu mínútur voru eftir. Liðið er hins vegar brotthætt eftir afleitt gengi undanfarið og forskot Framara fuðraði upp undir lokin. Valsmenn áttu fleiri ása uppi í erminni á lokakaflanum og svo fór að þeir unnu eins marks sigur, 23-22. Guðmundur Hólmar var markahæstur í liði Vals með fimm mörk en Sveinn Aron Sveinsson kom næstur með fjögur. Sigurður Ingiberg Ólafsson varði 16 skot í markinu, meirihluta þeirra í seinni hálfleik. Garðar var langatkvæðamestur hjá Fram með 12 mörk en hann bar af á vellinum í kvöld. Sigurður Örn Þorsteinsson kom næstur Framara með fjögur mörk. Kristófer tók 16 bolta í markinu.Óskar Bjarni: Alltof mikið ósamræmi í dómgæslunni Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, var ánægður með stigin tvö sem hans menn fengu gegn Fram í kvöld en sagði að spilamennskan hefði ekki verið neitt sérstök. "Fyrstu 15 mínúturnar spiluðum við frábæran sóknarleik og skutum vel á Kristófer [Guðmundsson]. Í vörninni vorum við alltaf í vandræðum með Garðar [B. Sigurjónsson] sem hélt lífi í þeim," sagði Óskar eftir leik. "Svo fór Kristófer að verja svolítið og þetta var erfitt sóknarlega í seinni hálfleik sem mér fannst pínku leiðinlegur. "Að vissu leyti var þetta þjófnaður, ég hefði sætt mig við stig úr því sem komið var. Við vorum orðnir full stressaðir undir lokin en náðum að róa okkur niður og fórum að gera einfalda hluti. Siggi [Sigurður Ingiberg Ólafsson] var flottur í markinu og vörnin var ágæt allan leikinn, en ekki meira en það." Óskar var ekki sáttur með dómgæslu þeirra Arnars Sigurjónssonar og Svavars Péturssonar í kvöld. "Mér fannst dómgæslan í seinni hálfleik mjög slök, það verður bara að segjast eins og er. Þetta var slæmt á báða bóga og mér fannst þetta snúast um þá undir lokin. Það var alltof mikið ósamræmi," sagði Óskar. Valsmenn eru fyrir löngu búnir að tryggja sér 2. sætið í deildinni og hafa því að litlu að keppa. En er erfitt að mótivera menn undir þessum kringumstæðum? "Það sýnir sig að ég hef ekki gert það nógu vel. Við höfum ekki spilað nógu vel í heimaleikjunum en mjög vel gegn sterkum liðum á útivelli," sagði Óskar að lokum.Guðlaugur: Vantaði pung til að klára þetta Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Fram, sá klár batamerki á sínu liði frá útreiðinni gegn Haukum í síðustu umferð. Niðurstaðan var þó sú sama, núll stig, og það var þjálfarinn ósáttur við. "Það er gríðarlega svekkjandi að tapa þessum leik þar sem við spiluðum mjög vel á móti sterku liði. "Ég er ofboðslega svekktur með tapið en engu að síður ánægður með mína menn og framfarirnar á viðhorfinu og vinnuframlaginu hjá okkur frá því í síðasta leik eru mjög miklar," sagði Guðlaugur eftir leik. Fram fékk á sig níu mörk fyrstu 16 mínútur leiksins en svo bara tvö á síðustu 14 mínútum fyrri hálfleik. Hvað breyttist þarna í millitíðinni? "Við héldum áfram að spila vörn og Kristófer fór að verja vel. Það er okkar leikur, hann snýst um vörn og markvörslu," sagði Guðlaugur sem var að vonum ósáttur með hvernig Framarar misstu góða forystu frá sér á lokamínútunum. "Við klúðrum möguleika á að auka muninn í fjögur mörk og þeir minnka muninn í hratt í kjölfarið. Það kemur ákveðið óðagot hjá okkur sem sést oft hjá liðum sem hafa verið í vandræðum. Það vantaði smá pung til að klára þetta," þjálfarinn að endingu en hans menn hafa aðeins unnið einn af síðustu 13 leikjum sínum.
Olís-deild karla Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Fleiri fréttir Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni