Renault Alpine með Mercedes AMG vélar Finnur Thorlacius skrifar 29. mars 2016 14:56 Renault Alpine Vision fær að öllum líkindum AMG-vél frá Benz. Renault ætlar að endurvekja Alpine sportbílanafn sitt og bjóða bíl á næstunni sem ber nafn Alpine. Renault mun kynna Alpine Vision bíl sinn seinna á þessu ári og fleiri bílar munu fylgja í kjölfarið. Einn forsvarsmanna Renault hefur látið uppi að vélar þær sem verða í þessum bílum verði líklega ekki úr eigin smiðju heldur frá AMG-deild Mercedes Benz. Samstarf er nú á milli Renault-Nissan og Mercedes Benz hvað varðar undirvagna og drifrásir og virkar það samstarf í báðar áttir. Það myndi spara Renault heilmikinn þróunarkostnaða að fá öflugar vélar frá AMG í stað þess að þróa þær sjálfir. Þó svo að vélar væru fengnar frá AMG-deild Benz myndi Renault fara höndum um þær og ná út úr þeim meira afli. Líklega verður fjögurra strokka vél með forþjöppu í Alpine Vision bílnum en í næstu stærri gerðum Alpine bíla verða líklega sex strokka vélar. Renault segir að allskonar gerðir bíla komi til með bera Alpine merkið, stallbkakar, blæjubílar og bílar með “coupe”-lagi eða hvað svo sem telst sportlegt og spennandi. Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent
Renault ætlar að endurvekja Alpine sportbílanafn sitt og bjóða bíl á næstunni sem ber nafn Alpine. Renault mun kynna Alpine Vision bíl sinn seinna á þessu ári og fleiri bílar munu fylgja í kjölfarið. Einn forsvarsmanna Renault hefur látið uppi að vélar þær sem verða í þessum bílum verði líklega ekki úr eigin smiðju heldur frá AMG-deild Mercedes Benz. Samstarf er nú á milli Renault-Nissan og Mercedes Benz hvað varðar undirvagna og drifrásir og virkar það samstarf í báðar áttir. Það myndi spara Renault heilmikinn þróunarkostnaða að fá öflugar vélar frá AMG í stað þess að þróa þær sjálfir. Þó svo að vélar væru fengnar frá AMG-deild Benz myndi Renault fara höndum um þær og ná út úr þeim meira afli. Líklega verður fjögurra strokka vél með forþjöppu í Alpine Vision bílnum en í næstu stærri gerðum Alpine bíla verða líklega sex strokka vélar. Renault segir að allskonar gerðir bíla komi til með bera Alpine merkið, stallbkakar, blæjubílar og bílar með “coupe”-lagi eða hvað svo sem telst sportlegt og spennandi.
Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent