Norðmenn nota olíugróðann til að byggja hjólabrautir Finnur Thorlacius skrifar 10. mars 2016 10:25 Vel verður gert við hjólreiðafólk í Noregi á næstunni. Norðmenn fara fyrir notkun umhverfisvænna bíla í heiminum og hvergi í heiminum finnst jafn hátt hlutfall, rafmagnsbíla og tvinnbíla. Það er þó ekki eina leið Norðmann til að stuðla að umhverfisvænum samgöngum því í Noregi er meiningin að byggja 10 langar hjólreiðaleiðir sem aðskildar eru bílaumferð í 9 borgum Noregs. Með þessu vilja Norðmenn bæði minnka mengun af völdum bíla heldur líka auka heilbrigði þjóðarinnar og víst er að þeir hafa efni á því sitjandi á öllum sínum olíugróða. Í Noregi eru næst hæstu meðaltekjur í heiminum og aðeins í Luxemborg eru meðaltekjur hærri. Þessar nýju hjólreiðaleiðir verða breiðar og tengja saman fjölmenna íbúabyggð og borgarkjarna. Norðmenn hyggjast eyða 120 milljörðum í smíði þessara flottu hjólreiðaleiða. Ennfremur stendur til að eyða 780 milljörðum í að betrumbæta vegi og járnbrautasamgöngur í landinu á næstu árum. Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent
Norðmenn fara fyrir notkun umhverfisvænna bíla í heiminum og hvergi í heiminum finnst jafn hátt hlutfall, rafmagnsbíla og tvinnbíla. Það er þó ekki eina leið Norðmann til að stuðla að umhverfisvænum samgöngum því í Noregi er meiningin að byggja 10 langar hjólreiðaleiðir sem aðskildar eru bílaumferð í 9 borgum Noregs. Með þessu vilja Norðmenn bæði minnka mengun af völdum bíla heldur líka auka heilbrigði þjóðarinnar og víst er að þeir hafa efni á því sitjandi á öllum sínum olíugróða. Í Noregi eru næst hæstu meðaltekjur í heiminum og aðeins í Luxemborg eru meðaltekjur hærri. Þessar nýju hjólreiðaleiðir verða breiðar og tengja saman fjölmenna íbúabyggð og borgarkjarna. Norðmenn hyggjast eyða 120 milljörðum í smíði þessara flottu hjólreiðaleiða. Ennfremur stendur til að eyða 780 milljörðum í að betrumbæta vegi og járnbrautasamgöngur í landinu á næstu árum.
Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent