Heimsins hraðasti trjádrumbur Finnur Thorlacius skrifar 11. mars 2016 10:18 Það eru ekki margir trjádrumbar sem eru á fjórum hjólum en bóndi einn í Kanada smíðaði bíl úr trjádrumbi og setti í hann rafmótora og tvær vindtúrbínur. Bíllinn er nú skráður hjá heimsmetabók Guinness sem hraðasti trjádrumbur heims en til þess þurfti eigandi hans að aka langa vegalengd í báðar áttir og náði að halda 80 km hraða, en eigandinn heldur að hægt sé að aka honum á allt að 200 til 250 km hraða. Eigandinn vildi fara vel með “bílinn” því hann verður seldur í góðgerðarmál til að safna fyrir hermenn sem hættir eru þjónustu. Meiningin í upphafi var að setja fjögur hjól undir bílinn og gera hann eins einfaldan og hægt væri með um 60 tíma vinnu, en það endaði í hundruðum klukkutíma. Sá sem prófaði bílinn í þessu myndskeiði segir að bara lyktin af bílnum sé sú allra besta sem hann hafi fundið í nýjum bíl. Furðulegri bíl hefur hann líklega aldrei prófað. Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent
Það eru ekki margir trjádrumbar sem eru á fjórum hjólum en bóndi einn í Kanada smíðaði bíl úr trjádrumbi og setti í hann rafmótora og tvær vindtúrbínur. Bíllinn er nú skráður hjá heimsmetabók Guinness sem hraðasti trjádrumbur heims en til þess þurfti eigandi hans að aka langa vegalengd í báðar áttir og náði að halda 80 km hraða, en eigandinn heldur að hægt sé að aka honum á allt að 200 til 250 km hraða. Eigandinn vildi fara vel með “bílinn” því hann verður seldur í góðgerðarmál til að safna fyrir hermenn sem hættir eru þjónustu. Meiningin í upphafi var að setja fjögur hjól undir bílinn og gera hann eins einfaldan og hægt væri með um 60 tíma vinnu, en það endaði í hundruðum klukkutíma. Sá sem prófaði bílinn í þessu myndskeiði segir að bara lyktin af bílnum sé sú allra besta sem hann hafi fundið í nýjum bíl. Furðulegri bíl hefur hann líklega aldrei prófað.
Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent