Di Grassi fyrstur í mark en d´Ambrosio vann

D´Ambrosio hélt forystunni frá Nicolas Prost sem ræsti annar. Baráttan var hörð í upphafi. Fimm sekúndur voru á milli fyrsta ökumanns og fimmta.
Di Grassi fór inn á þjónustusvæðið á 22. hring, á undan flestum öðrum sem fóru inn á 23. hring til að skipta um bíl.
Di Grassi var í návígi við d´Ambrosio og notaði Fan Boost-ið sitt vel til að ná fyrsta sæti. Eftir það hvarf di Grassi og kom fyrstur í mark með 10 sekúndna forskot.
Sebastian Buemi reyndi hvað hann gat til að ná öðru sætinu af d´Ambrosio en allt kom fyrir ekki.
Þeir Buemi og d´Ambrosio óku hlið við hlið yfir endamarkið en Dragon bíll d´Ambrosio var aðeins á undan Renault bíl Buemi.
Seinna kom í ljós að ABT bíll di Grassi náði ekki lágmarksþyngd sem bílarnir verða að ná sem er 888 kg. Bíll di Grassi var 1,8 kg undir. Di Grassi var því vikið úr keppninni.
D´Ambrosio vann því mexíkóska kappaksturinn á ótrúlegan hátt. ABT liðið hefur ekki áfrýjað niðurstöðu dómaranna. Buemi varð því annar og Prost þriðji.
Tengdar fréttir

Alonso: Ég held ég endi ferilinn hjá Mclaren
Fernando Alonso hefur sagt að hann muni líklega enda Formúlu 1 feril sinn hjá McLaren, liðinu sem hann ekur fyrir núna og að ferillinn gæti endað 2017.

Bandaríski kappaksturinn fer fram og Taylor Swift kemur fram
Framkvædastjóri Circuit of the Americas brautarinnar í Austin Texas, hefur staðfest að Formúlu 1 keppni mun fara fram á brautinni í ár.

Bird vann en Buemi með ótrúlega endurkomu
Sam Bird á DS Virgin kom fyrstur í mark í Buenos Aires. Sebastian Buemi varð annar á Reanult e.Dams og Lucas Di Grassi varð þriðji á ABT.

Button: Enn mikil vinna framundan
Jenson Button ökumaður McLaren liðsins í Formúlu 1 hefur ekki viljað spá fyrir um gengi liðsins á komandi tímabili. Hann segir að enn sé mikil vinna framundan vilji liðið verða samkeppnishæft.

Pirelli tilkynnir dekkjaval ökumanna fyrir Ástralíu
Pirelli, ítalski dekkjaframleiðandinn sem skaffar Formúlu 1 liðum dekk hefur gefið út upplýsingar um hvaða ökumaður valdi hvaða dekk fyrir fyrstu keppni tímabilsins.