Porsche 911 verður í boði sem tengiltvinnbíll Finnur Thorlacius skrifar 14. mars 2016 10:04 Porsche 911 Carrera. Óhætt er að segja að þýski bílaframleiðandinn Porsche sé ekki hræddur við breytingar. Fyrir nokkrum áratugum síðan varð sú breyting á vélum Porsche bíla að þær urðu vatnskældar en ekki kældar með lofti. Nýverið hafa bílar Porsche orðið forþjöppudrifnir og eru nú Porsche 911, Cayman og Boxster allir í boði með forþjöppur. Næsta skref Porsche er að bjóða bíla sína með rafmótorum auk brunavéla (Plug-In-Hybrid) og stefnir í að allar gerðir Porsche bíla verði í boði með þeirri tækni. Sú tækni er reyndar ekki ný af nálinni hjá Porsche og hafa bílarnir Panamera, Cayenne og 918 Spyder verið í boði þannig. Það hefur þó ekki átt við hinn goðsagnarkennda 911 bíl fram að þessu, sem og Boxster og Cayman, en nú verður breyting þar á. Næsta gerð Porsche 911 verður í boði sem tengiltvinnbíll og líklega verður sá bíll fyrr af færiböndunum en hinn áformaði hreinræktaði rafmagnsbíll Porsche sem byggður verður á hugmyndabílnum Mission E. Það gæti líka átt við nýja gerð 718 Boxster og Cayman. Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent
Óhætt er að segja að þýski bílaframleiðandinn Porsche sé ekki hræddur við breytingar. Fyrir nokkrum áratugum síðan varð sú breyting á vélum Porsche bíla að þær urðu vatnskældar en ekki kældar með lofti. Nýverið hafa bílar Porsche orðið forþjöppudrifnir og eru nú Porsche 911, Cayman og Boxster allir í boði með forþjöppur. Næsta skref Porsche er að bjóða bíla sína með rafmótorum auk brunavéla (Plug-In-Hybrid) og stefnir í að allar gerðir Porsche bíla verði í boði með þeirri tækni. Sú tækni er reyndar ekki ný af nálinni hjá Porsche og hafa bílarnir Panamera, Cayenne og 918 Spyder verið í boði þannig. Það hefur þó ekki átt við hinn goðsagnarkennda 911 bíl fram að þessu, sem og Boxster og Cayman, en nú verður breyting þar á. Næsta gerð Porsche 911 verður í boði sem tengiltvinnbíll og líklega verður sá bíll fyrr af færiböndunum en hinn áformaði hreinræktaði rafmagnsbíll Porsche sem byggður verður á hugmyndabílnum Mission E. Það gæti líka átt við nýja gerð 718 Boxster og Cayman.
Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent