Markaðir komnir í ró Sæunn Gísladóttir skrifar 11. mars 2016 06:00 Dow Jones vísitalan hefur hækkað um tíu prósent frá lægstu lægðum 11. febrúar. Vísir/AFP Þær miklu sveiflur sem einkenndu hlutabréfamarkaði heimsins fyrstu tvo mánuði ársins hafa staðnað í bili. Alþjóðamarkaðir hafa tekið við sér frá því að þeir náðu lægstu lægðum fyrir mánuði. Frá 11. febrúar hefur FTSE 100 vísitalan í London hækkað um tæp ellefu prósent, úr 5.536,97 stigum í 6.135,42 stig (um eftirmiðdaginn á föstudag). Vísitalan er nú hærri en í byrjun árs. Dax vísitalan í Þýskalandi hefur hækkað um tæplega 12 prósent úr 8.752,87 stigum í 9.799,48 stig, en hefur ekki náð sömu hæð og í byrjun árs. Á sama tímabili hafa markaðir í Asíu rétt úr sér á ný, en eiga langt í land með að ná sama gengi og í byrjun árs. Shanghai hlutabréfavísitalan hefur hækkað um 2,3 prósent og Nikkei 225 í Japan um 13,3 prósent. Bandaríski hlutabréfamarkaðurinn náði lægð þann 11. febrúar og hafði þá ekki verið lægri í tvö ár. Dow Jones hefur síðan þá hækkað um tíu prósent. Ýmsar ástæður eru fyrir því að markaðurinn sé farinn að róast. Olíuverð hefur hækkað á ný, þó að það sé enn þá mjög lágt. Jafnframt hefur Alþjóðaorkumálastofnunin lýst því yfir að ýmislegt bendi til þess að olíuverð hafi náð ákveðinni lægð og komi til með að hækka á ný á árinu. Annar áhrifaþáttur er að ekkert virðist benda til þess að úr verði úr spáðu gengisstríði í Kína. Búist er við einungis tveimur stýrivaxtahækkunum í Bandaríkjunum í stað fjögurra sem hefur einnig róað markaði. Ákvörðun Evrópubankans um að lækka stýrivexti á fimmtudaginn í núll prósent og auka við skuldabréfakaup bankans um 20 milljarða evra í mánuði hefur hingað til einungis haft jákvæð áhrif á markaði. Dax hækkaði um rúmlega þrjú prósent í kjölfarið og FTSE 100 um tæplega tvö prósent. Óvíst er þó um framhaldið á hlutabréfamörkuðum. Ákvarðanir seðlabanka Bandaríkjanna, Japans og Evrópusambandsins á fundum sínum í næstu viku gætu haft verulega áhrif á markaðinn. Mest lesið Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Neytendur Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Viðskipti erlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Þær miklu sveiflur sem einkenndu hlutabréfamarkaði heimsins fyrstu tvo mánuði ársins hafa staðnað í bili. Alþjóðamarkaðir hafa tekið við sér frá því að þeir náðu lægstu lægðum fyrir mánuði. Frá 11. febrúar hefur FTSE 100 vísitalan í London hækkað um tæp ellefu prósent, úr 5.536,97 stigum í 6.135,42 stig (um eftirmiðdaginn á föstudag). Vísitalan er nú hærri en í byrjun árs. Dax vísitalan í Þýskalandi hefur hækkað um tæplega 12 prósent úr 8.752,87 stigum í 9.799,48 stig, en hefur ekki náð sömu hæð og í byrjun árs. Á sama tímabili hafa markaðir í Asíu rétt úr sér á ný, en eiga langt í land með að ná sama gengi og í byrjun árs. Shanghai hlutabréfavísitalan hefur hækkað um 2,3 prósent og Nikkei 225 í Japan um 13,3 prósent. Bandaríski hlutabréfamarkaðurinn náði lægð þann 11. febrúar og hafði þá ekki verið lægri í tvö ár. Dow Jones hefur síðan þá hækkað um tíu prósent. Ýmsar ástæður eru fyrir því að markaðurinn sé farinn að róast. Olíuverð hefur hækkað á ný, þó að það sé enn þá mjög lágt. Jafnframt hefur Alþjóðaorkumálastofnunin lýst því yfir að ýmislegt bendi til þess að olíuverð hafi náð ákveðinni lægð og komi til með að hækka á ný á árinu. Annar áhrifaþáttur er að ekkert virðist benda til þess að úr verði úr spáðu gengisstríði í Kína. Búist er við einungis tveimur stýrivaxtahækkunum í Bandaríkjunum í stað fjögurra sem hefur einnig róað markaði. Ákvörðun Evrópubankans um að lækka stýrivexti á fimmtudaginn í núll prósent og auka við skuldabréfakaup bankans um 20 milljarða evra í mánuði hefur hingað til einungis haft jákvæð áhrif á markaði. Dax hækkaði um rúmlega þrjú prósent í kjölfarið og FTSE 100 um tæplega tvö prósent. Óvíst er þó um framhaldið á hlutabréfamörkuðum. Ákvarðanir seðlabanka Bandaríkjanna, Japans og Evrópusambandsins á fundum sínum í næstu viku gætu haft verulega áhrif á markaðinn.
Mest lesið Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Neytendur Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Viðskipti erlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira