Volkswagen sker niður 3.000 skrifstofustörf Finnur Thorlacius skrifar 14. mars 2016 13:47 Höfuðstöðvar Volkswagen í Wolfsburg. Volkswagen veitir 120.000 starfsmönnum vinnu í vesturhluta Þýskalands og eru um þriðjungur þeirra skrifstofustörf. Volkswagen ætlar að skera niður 3.000 þeirra fram til enda næsta árs, eða á 21 mánaða tímabili. Því nemur niðurskurðurinn 7,5% af núverandi skrifstofustörfum VW í Þýskalandi. Þetta verður gert til að skera niður kostnað í kjölfar dísilvélasvindls Volkswagen og með því hjálpa fyrirtækinu að mæta þeim kostnaði sem af því hlýst. Það er þýska fréttaveitan dpa.de sem greinir frá þessum fyrirhugaða niðurskurði Volkswagen. Volkswagen ætlar einnig að skera niður þróunarkostnað sinn um 1 milljarð evra á þessu ári borið saman við í fyrra og er það einnig gert til að mæta sektargreiðslum og öðrum kostnaði vegna innkallana á þeim bílum sem svindlið varðar. Þá mun Volkswagen einnig fækka bílgerðum þeim sem ekki skila fyrirtækinu þeim ávinningi sem stefnt var að. Niðurskurðurinn í skrifstofustörfum verður ef til vill ekki blóðugur og hann hljómar í fyrstu, en honum verður mætt með færri nýráðningum, með því að endurnýja ekki starfsamninga og fylla ekki í störf á meðan starfsfólk tekur frí. Því verða beinar uppsagnir fáar og niðurskurðurinn sársaukalausari. Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent
Volkswagen veitir 120.000 starfsmönnum vinnu í vesturhluta Þýskalands og eru um þriðjungur þeirra skrifstofustörf. Volkswagen ætlar að skera niður 3.000 þeirra fram til enda næsta árs, eða á 21 mánaða tímabili. Því nemur niðurskurðurinn 7,5% af núverandi skrifstofustörfum VW í Þýskalandi. Þetta verður gert til að skera niður kostnað í kjölfar dísilvélasvindls Volkswagen og með því hjálpa fyrirtækinu að mæta þeim kostnaði sem af því hlýst. Það er þýska fréttaveitan dpa.de sem greinir frá þessum fyrirhugaða niðurskurði Volkswagen. Volkswagen ætlar einnig að skera niður þróunarkostnað sinn um 1 milljarð evra á þessu ári borið saman við í fyrra og er það einnig gert til að mæta sektargreiðslum og öðrum kostnaði vegna innkallana á þeim bílum sem svindlið varðar. Þá mun Volkswagen einnig fækka bílgerðum þeim sem ekki skila fyrirtækinu þeim ávinningi sem stefnt var að. Niðurskurðurinn í skrifstofustörfum verður ef til vill ekki blóðugur og hann hljómar í fyrstu, en honum verður mætt með færri nýráðningum, með því að endurnýja ekki starfsamninga og fylla ekki í störf á meðan starfsfólk tekur frí. Því verða beinar uppsagnir fáar og niðurskurðurinn sársaukalausari.
Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent