FH með næstflest stig í Olís-deildinni eftir EM-fríið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2016 13:30 Gísli Þorgeir Kristjánsson. Vísir/Ernir FH-ingar fögnuðu sex marka sigri á Fram í Olís-deild karla í gærkvöldi og komust fyrir vikið upp í fimmta sæti deildarinnar.FH-liðið hefur tekið algjörum stakkaskiptum á nýju ári en þetta var fjórði sigur liðsins í síðustu sex leikjum. Nú er svo komið að það eru aðeins deildarmeistarar Hauka sem hafa fengið fleiri stig en FH í þeim sex umferðum sem hafa verið spilaðar eftir að Olís-deildin fór aftur í gang eftir Evrópukeppnina í Póllandi. Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, nýtti greinilega sjö vikna fríið yfir jól, áramót og EM til að bæta leik sinna manna til mikilla muna. FH-liðið fékk "aðeins" fjórtán stig út út 18 leikjum sínum fyrir áramót og markatala liðsins var 51 mark í mínus (445-496). Á árinu 2016 hafa FH-ingar aftur á móti náð í 9 stig af 12 mögulegum og markatalan er 20 mörk í plús (155-135). Það er mikill munur á varnarleik FH-liðsins, liðið fékk á sig 27,6 mörk í leik fyrir áramót en hefur aðeins fengið á sig 22,5 mörk í leik á árinu 2016. Synir tveggja fyrrum landsliðsmanna eiga líka mikinn þátt í uppkomu FH-liðsins eftir áramót. Annar er hinn sextán ára sonur Kristjáns Arasonar, Gísli Þorgeir Kristjánsson, sem hefur fengið mikla ábyrgð í sóknarleik liðsins. Hinn er línumaðurinn Ágúst Birgisson, sonur Birgis Sigurðssonar, sem kom til liðsins frá Aftureldingu. Ágúst er öflugur varnarmaður og hefur einnig skorað 19 mörk í fyrstu sex leikjum sínum með FH.Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH.Vísir/ErnirFH-ingar hafa sýnt styrk sinn í síðustu tveimur leikjum við deildarmeistara Hauka en í þeim fengu þeir þrjú stig. Það eru einu stigin sem Haukar hafa tapað síðan um miðjan október en Haukar hafa unnið þrettán deildarleiki í röð á móti liðum sem eru ekki frá Hafnarfirði. Mótherjar FH í gær, lið Fram úr Safamýri, hefur aftur á móti verið í miklum vandræðum eftir EM-fríið enda hefur liðið aðeins náð í eitt stig út úr síðustu sex leikjum sínum. Fram er ennþá í sjöunda sæti og verður með í úrslitakeppninni.Stig liða eftir EM-fríið: Haukar 11 FH 9 Valur 7 Afturelding 7 ÍBV 6 Grótta 6 ÍR 5 Akureyri 3 Vikingur 3 Fram 1Leikir FH-ingar eftir EM-fríið:FH - Víkingur 27-22 +5 ÍBV - FH 20-19 -1 FH - Akureyri 26-21 +5 Valur - FH 23-28 +5 Haukar - FH 26-26 0 Fram - FH 23-29 +6 Olís-deild karla Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira
FH-ingar fögnuðu sex marka sigri á Fram í Olís-deild karla í gærkvöldi og komust fyrir vikið upp í fimmta sæti deildarinnar.FH-liðið hefur tekið algjörum stakkaskiptum á nýju ári en þetta var fjórði sigur liðsins í síðustu sex leikjum. Nú er svo komið að það eru aðeins deildarmeistarar Hauka sem hafa fengið fleiri stig en FH í þeim sex umferðum sem hafa verið spilaðar eftir að Olís-deildin fór aftur í gang eftir Evrópukeppnina í Póllandi. Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, nýtti greinilega sjö vikna fríið yfir jól, áramót og EM til að bæta leik sinna manna til mikilla muna. FH-liðið fékk "aðeins" fjórtán stig út út 18 leikjum sínum fyrir áramót og markatala liðsins var 51 mark í mínus (445-496). Á árinu 2016 hafa FH-ingar aftur á móti náð í 9 stig af 12 mögulegum og markatalan er 20 mörk í plús (155-135). Það er mikill munur á varnarleik FH-liðsins, liðið fékk á sig 27,6 mörk í leik fyrir áramót en hefur aðeins fengið á sig 22,5 mörk í leik á árinu 2016. Synir tveggja fyrrum landsliðsmanna eiga líka mikinn þátt í uppkomu FH-liðsins eftir áramót. Annar er hinn sextán ára sonur Kristjáns Arasonar, Gísli Þorgeir Kristjánsson, sem hefur fengið mikla ábyrgð í sóknarleik liðsins. Hinn er línumaðurinn Ágúst Birgisson, sonur Birgis Sigurðssonar, sem kom til liðsins frá Aftureldingu. Ágúst er öflugur varnarmaður og hefur einnig skorað 19 mörk í fyrstu sex leikjum sínum með FH.Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH.Vísir/ErnirFH-ingar hafa sýnt styrk sinn í síðustu tveimur leikjum við deildarmeistara Hauka en í þeim fengu þeir þrjú stig. Það eru einu stigin sem Haukar hafa tapað síðan um miðjan október en Haukar hafa unnið þrettán deildarleiki í röð á móti liðum sem eru ekki frá Hafnarfirði. Mótherjar FH í gær, lið Fram úr Safamýri, hefur aftur á móti verið í miklum vandræðum eftir EM-fríið enda hefur liðið aðeins náð í eitt stig út úr síðustu sex leikjum sínum. Fram er ennþá í sjöunda sæti og verður með í úrslitakeppninni.Stig liða eftir EM-fríið: Haukar 11 FH 9 Valur 7 Afturelding 7 ÍBV 6 Grótta 6 ÍR 5 Akureyri 3 Vikingur 3 Fram 1Leikir FH-ingar eftir EM-fríið:FH - Víkingur 27-22 +5 ÍBV - FH 20-19 -1 FH - Akureyri 26-21 +5 Valur - FH 23-28 +5 Haukar - FH 26-26 0 Fram - FH 23-29 +6
Olís-deild karla Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira