Upptökur Top Gear í London valda reiði Finnur Thorlacius skrifar 15. mars 2016 11:18 Ken Block spólar í London við litla hrifningu sumra. Það ætlar ekki að ganga þrautalaust að taka upp nýja þætti af Top Gear bílaþáttunum með nýjum stjórnendum. Top Gear fékk leyfi til að drifta bílum á þekktum stöðum í London með þá Ken Block og Matt LeBlanc undir stýri. Þeir virðast hafa farið offari og skildu til dæmis eftir mikil spólför við einn tilfinningaþrungnasta stað London, við Cenotaph í Whitehall þar sem er að finna minnismerki um fallna hermenn í fyrri heimsstyrjöldinni. Talsmaður Westminster City Council lét hafa eftir sér að það sem Top Gear fólk gerði hafi alls ekki verið það sem þeir fengu leyfi fyrir áður en tökur hófust. Bílarnir sem notaðir voru skildu einnig eftir sig ummerki nálægt minnismerki sem heiðrar framlag kvenna í fyrri heimsstyrjöldinni og hafa aðgerðir Top Gear valdið heilmikilli reiði meðal margra borgarbúa Lundúnaborgar. Chris Evans, aðalstjórnandi Top Gear nú baðst afsökunar á framferði ökumannanna, sem er meira en Jeremy Clarkson gerði nokkurntíma. Hann hefur einnig fullyrt að tökur á þessum atriðum sem valdið hafa mestri úlfúðinni verði ekki sýndar í tilvonandi þáttum. Hann lýsti því yfir að upptökur á spólandi bílum fyrir framan minnismerki um fyrri heimsstyrjöldina ætti ekkert erindi í þættina og væri í besta falli móðgandi. Því yrðu þau ekki sýnd. Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent
Það ætlar ekki að ganga þrautalaust að taka upp nýja þætti af Top Gear bílaþáttunum með nýjum stjórnendum. Top Gear fékk leyfi til að drifta bílum á þekktum stöðum í London með þá Ken Block og Matt LeBlanc undir stýri. Þeir virðast hafa farið offari og skildu til dæmis eftir mikil spólför við einn tilfinningaþrungnasta stað London, við Cenotaph í Whitehall þar sem er að finna minnismerki um fallna hermenn í fyrri heimsstyrjöldinni. Talsmaður Westminster City Council lét hafa eftir sér að það sem Top Gear fólk gerði hafi alls ekki verið það sem þeir fengu leyfi fyrir áður en tökur hófust. Bílarnir sem notaðir voru skildu einnig eftir sig ummerki nálægt minnismerki sem heiðrar framlag kvenna í fyrri heimsstyrjöldinni og hafa aðgerðir Top Gear valdið heilmikilli reiði meðal margra borgarbúa Lundúnaborgar. Chris Evans, aðalstjórnandi Top Gear nú baðst afsökunar á framferði ökumannanna, sem er meira en Jeremy Clarkson gerði nokkurntíma. Hann hefur einnig fullyrt að tökur á þessum atriðum sem valdið hafa mestri úlfúðinni verði ekki sýndar í tilvonandi þáttum. Hann lýsti því yfir að upptökur á spólandi bílum fyrir framan minnismerki um fyrri heimsstyrjöldina ætti ekkert erindi í þættina og væri í besta falli móðgandi. Því yrðu þau ekki sýnd.
Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent