Hekla innkallar Passat Finnur Thorlacius skrifar 16. mars 2016 14:54 Volkswagen Passat. Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu, þar sem kemur fram að þeir hafi fengið tilkynningu frá Volkswagen AG um innköllun á Passat árgerð 2015 og 2016, sem framleiddir voru á afmörkuðu tímabili. Um er að ræða 28 bifreiðar. Ástæða innköllunar er að möguleiki er á að tengi fyrir leiðslur í rafmagnsstjórnboxi sé ekki tryggilega fest. Ef los verður á tenginu getur bíllinn drepið á sér og truflanir orðið á öðrum rafbúnaði eins og mælaborði, aflstýri og hjálparátaki fyrir bremsur. Við þær aðstæður getur skapast slysahætta. Kemur fram í tilkynningunni að viðkomandi bifreiðareigendur munu fá sent bréf frá Heklu vegna þessarar innköllunar. Eigendum Passat bíla árgerð 2015 og 2016 sem fluttir hafa verið inn af öðrum en Heklu hf. er bent á að hafa samband við Heklu hf. til að kanna hvort þeirra bíll falli undir þessa innköllun. Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu, þar sem kemur fram að þeir hafi fengið tilkynningu frá Volkswagen AG um innköllun á Passat árgerð 2015 og 2016, sem framleiddir voru á afmörkuðu tímabili. Um er að ræða 28 bifreiðar. Ástæða innköllunar er að möguleiki er á að tengi fyrir leiðslur í rafmagnsstjórnboxi sé ekki tryggilega fest. Ef los verður á tenginu getur bíllinn drepið á sér og truflanir orðið á öðrum rafbúnaði eins og mælaborði, aflstýri og hjálparátaki fyrir bremsur. Við þær aðstæður getur skapast slysahætta. Kemur fram í tilkynningunni að viðkomandi bifreiðareigendur munu fá sent bréf frá Heklu vegna þessarar innköllunar. Eigendum Passat bíla árgerð 2015 og 2016 sem fluttir hafa verið inn af öðrum en Heklu hf. er bent á að hafa samband við Heklu hf. til að kanna hvort þeirra bíll falli undir þessa innköllun.
Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent