Sjálfvirkur bremsubúnaður skylda árið 2022 Finnur Thorlacius skrifar 17. mars 2016 09:32 Allir bílar í Bandaríkjunum árið 2022 verða með sjálfvirkum bremsubúnaði. Autoblog Helstu bílaframleiðendur Bandaríkjanna hafa komist að samkomulagi um það að í öllum nýjum bílum þeirra, frá og með árinu 2022, verði sjálfvirkur bremsubúnaður sem komi í veg fyrir aftanákeyrslur. Aftanákeyrslur valda mörgum slysum og miklu tjóni í umferðinni í Bandaríkjunum, sem annarsstaðar og nýjum bílum fer nú ört fjölgandi sem skynja aðsteðjandi hættu að framan og tengjast bremsubúnaði þeirra. Subaru Eysight er gott dæmi um slíkan búnað, en hann má t.d. finna í Subaru Outback bílum. Síðan sá bíll var útbúinn þeim búnaði hafa aftanákeysrslur svo til heyrt sögunni til hjá eigendum hans. Þeir tíu bílaframleiðendur sem koma að þessu samkomulagi eru bæði bandarískir sem og erlendir framleiðendur sem framleiða bíla í Bandaríkjunum. Er þar um að ræða framleiðendurna Audi, BMW, Ford, General Motors, Mazda, Mercedes-Benz, Tesla, Toyota, Volkswagen og Volvo. Samtals framleiða þeir yfir 90% af öllum nýjum bílum sem seldir eru þar í landi. Mest lesið Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent
Helstu bílaframleiðendur Bandaríkjanna hafa komist að samkomulagi um það að í öllum nýjum bílum þeirra, frá og með árinu 2022, verði sjálfvirkur bremsubúnaður sem komi í veg fyrir aftanákeyrslur. Aftanákeyrslur valda mörgum slysum og miklu tjóni í umferðinni í Bandaríkjunum, sem annarsstaðar og nýjum bílum fer nú ört fjölgandi sem skynja aðsteðjandi hættu að framan og tengjast bremsubúnaði þeirra. Subaru Eysight er gott dæmi um slíkan búnað, en hann má t.d. finna í Subaru Outback bílum. Síðan sá bíll var útbúinn þeim búnaði hafa aftanákeysrslur svo til heyrt sögunni til hjá eigendum hans. Þeir tíu bílaframleiðendur sem koma að þessu samkomulagi eru bæði bandarískir sem og erlendir framleiðendur sem framleiða bíla í Bandaríkjunum. Er þar um að ræða framleiðendurna Audi, BMW, Ford, General Motors, Mazda, Mercedes-Benz, Tesla, Toyota, Volkswagen og Volvo. Samtals framleiða þeir yfir 90% af öllum nýjum bílum sem seldir eru þar í landi.
Mest lesið Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent