Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Akureyri 30-30 | Jafnt á Nesinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. mars 2016 21:15 Aron Dagur Pálsson, leikmaður Gróttu. vísir/vilhelm Grótta og Akureyri skildu jöfn, 30-30, í 25. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Eftir jafnar upphafsmínútur náði Grótta undirtökunum og leiddi nær allan leikinn. Heimamenn náðu mest fimm marka forystu, 20-15, í upphafi seinni hálfleiks en gestirnir að norðan gáfust ekki upp, komu sér inn í leikinn og náðu að tryggja sér annað stigið. Það var fátt um varnir í fyrri hálfleik sem sést á því að alls voru 33 mörk skoruð. Skotnýting liðanna var einnig frábær; 75% hjá Gróttu og 71% hjá Akureyri. Viggó Kristjánsson var mjög grimmur í fyrri hálfleik og skoraði fimm mörk fyrir Gróttu en hjá Akureyri bar mest á tveimur mönnum; Bergvini Þór Gíslasyni sem skoraði sex mörk og Halldóri Loga Árnasyni sem skoraði fjögur mörk úr jafn mörgum skotum af línunni. Leikurinn var mjög jafn framan af en um miðbik fyrri hálfleiks fóru Akureyringar að tapa boltanum í tíma og ótíma og fengu fyrir vikið hraðaupphlaup í bakið. Varnarleikur Gróttu skánaði eftir að þeir bökkuðu niður í 6-0 vörn og heimamenn náðu góðum tökum á leiknum þrátt fyrir litla markvörslu. Hreiðar Levý Guðmundsson átti heldur ekki sinn besta dag í marki Akureyrar en honum var vorkunn að standa fyrir aftan mígleka vörn Norðanmanna. Grótta náði mest fjögurra marka forskoti í fyrri hálfleik en þremur mörkum munaði á liðunum, 18-15, þegar þau gengu til búningsherbergja. Heimamenn byrjuðu seinni hálfleikinn betur og eftir mörk frá Viggó og Finni Inga Stefánssyni var munurinn orðinn fimm mörk, 20-15. Akureyringar voru lengi í gang í seinni hálfleik en héldu sér inni í leiknum með góðum sóknarleik þar sem Sigþór Árni Heimisson fór fremstur í flokki. Sigþór átti ekkert sérstakan fyrri hálfleik en hann blómstraði í þeim seinni þar sem hann skoraði sjö af átta mörkum sínum. Framlag Sigþórs var sérstaklega mikilvægt þar sem Bergvin var ekki jafn áberandi í seinni hálfleik og hann var í þeim fyrri. Þá gekk gestunum bölvanlega að opna hornin fyrir sína öflugu hornamenn, Kristján Orra Jóhannsson og Heiðar Þór Aðalsteinsson, en þeir skoruðu aðeins eitt mark úr opnum leik í kvöld. Sigþór dró Akureyringa aftur inn í leikinn en það gekk ekkert að jafna metin fyrr en Tomas Olason kom í markið um miðjan seinni hálfleik. Tomas varði fimm skot (45%) á lokakaflanum og hefði að ósekju mátt koma fyrr inn á. Halldór Logi jafnaði metin í 24-24 en Grótta svaraði með þremur mörkum og náði frumkvæðinu á nýjan leik. Seltirningar voru í kjörstöðu til að tryggja sér sigurinn, tveimur mörkum yfir (30-28) þegar tvær mínútur voru eftir. En Norðanmenn sýndu styrk og Ingimundur Ingimundarson jafnaði metin í 30-30 eftir að hafa stolið boltanum glæsilega. Grótta fékk annan möguleika til að tryggja sér sigurinn þegar Róbert Sigurðarson fékk tveggja mínútna brottvísun á lokamínútunni. En Aron Dagur Pálsson kastaði þeim möguleika á glæ þegar hann átti skelfilega línusendingu. Akureyri fékk lokasóknina sem var ekki nógu vel útfærð og því sættust liðin á skiptan hlut. Lokatölur 30-30. Viggó var markahæstur í liði Gróttu með níu mörk en Finnur kom næstur með sex. Hjá Akureyri var Sigþór markahæstur með átta mörk en Bergvin og Halldór Logi komu næstir með sjö og sex mörk.Gunnar: Vorum í dauðafæri til að klára leikinn Gunnar Andrésson, þjálfari Gróttu, var ósáttur að fá ekki bæði stigin gegn Akureyri í kvöld. "Ég er ansi svekktur, mér fannst þetta vera tapað stig. Við erum fimm mörkum yfir og með alla stjórn á leiknum en við spiluðum það einhvern veginn frá okkur," sagði Gunnar eftir leik. Grótta fékk upplagt tækifæri til að tryggja sér sigurinn, einum fleiri og með boltann á lokamínútunni. En lokasóknin fór illa, Aron Dagur Pálsson átti slaka línusendingu og boltinn tapaðist. "Við erum í dauðafæri til að klára leikinn, einum fleiri, en þá kom hörmungar línusending. Það var ekki nógu góð ákvörðun og ég held að Aron viti alveg af því. Þeir áttu lokasóknina og hefðu getað stolið þessu," sagði Gunnar sem var ekki nógu sáttur við vörn og markvörslu hjá Seltirningum í kvöld en þeir söknuðu varnarjaxlsins Þráins Orra Jónssonar. "Við skoruðum 30 mörk og sóknarleikurinn var ekki vandamálið. Það var varnarleikurinn, við fengum of mörg klaufamörk á okkur. Við töluðum um það fyrir leikinn en leystum það ekki. Svo fengum við ekki markvörslu eins og við höfum fengið að undanförnu," sagði þjálfarinn. Grótta hefur aðeins fengið tvö stig úr síðustu fjórum leikjum sínum, eða eftir bikarúrslitaleikinn gegn Val. Finnst Gunnari eins og sínir menn séu að bíða eftir úrslitakeppninni sem er handan við hornið? "Ég hreinlega veit það ekki. Ég spurði mig reyndar þessarar spurningar í klefanum fyrir leikinn því mér fannst andrúmsloftið frekar rólegt," sagði Gunnar. "Við höfum ekkert efni á því. Við erum í dauðafæri til að koma okkur ofar í deildinni og það er eitthvað að ef við ætlum ekki að nýta það tækifæri."Sverre: Vorum í mótvindi allan leikinn Sverre Jakobsson, þjálfari Akureyrar, var nokkuð sáttur með stigið sem hans menn fengu á Nesinu í kvöld. "Þetta er unnið stig. Við komum auðvitað hingað til að vinna og taka bæði stigin en miðað við hvernig leikurinn þróaðist vorum við í mótvindi allan tímann," sagði Sverre. "Við náðum ekki að klukka þá í vörninni í fyrri hálfleik en spiluðum mjög góðan sóknarleik sem hefur verið okkar vandamál í nokkurn tíma. Við héldum fókus út leikinn og það er jákvætt að skora 30 mörk gegn tveimur mismunandi varnarafbrigðum. "Vörnin kom í seinni hálfleik en þetta var rosalega erfitt. Við vorum alltaf að synda á móti straumnum en ég er gríðarlega ánægður með liðið að koma alltaf til baka." Tomas Olason átti góða innkomu í mark Akureyrar en hefði Sverre átt að setja hann fyrr inn á? "Það eru alltaf þessar helvítis ákvarðanir sem maður þarf að taka. Alltaf þegar við ætluðum að taka Hreiðar út af tók hann eitt og eitt skot og hélt sér á lífi," sagði Sverre. "En svo kom að því að við þurftum að prófa eitthvað nýtt. Tomas er flottur, þeir eru báðir flottir, og þetta er lúxusvandamál." Akureyri á þrjá leiki eftir og getur enn náð heimavallarrétti í úrslitakeppninni. "Möguleikinn er til staðar en við verðum bara að taka einn leik fyrir í einu. Við höfum gert það í allan vetur," sagði Sverre að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Fleiri fréttir Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Sjá meira
Grótta og Akureyri skildu jöfn, 30-30, í 25. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Eftir jafnar upphafsmínútur náði Grótta undirtökunum og leiddi nær allan leikinn. Heimamenn náðu mest fimm marka forystu, 20-15, í upphafi seinni hálfleiks en gestirnir að norðan gáfust ekki upp, komu sér inn í leikinn og náðu að tryggja sér annað stigið. Það var fátt um varnir í fyrri hálfleik sem sést á því að alls voru 33 mörk skoruð. Skotnýting liðanna var einnig frábær; 75% hjá Gróttu og 71% hjá Akureyri. Viggó Kristjánsson var mjög grimmur í fyrri hálfleik og skoraði fimm mörk fyrir Gróttu en hjá Akureyri bar mest á tveimur mönnum; Bergvini Þór Gíslasyni sem skoraði sex mörk og Halldóri Loga Árnasyni sem skoraði fjögur mörk úr jafn mörgum skotum af línunni. Leikurinn var mjög jafn framan af en um miðbik fyrri hálfleiks fóru Akureyringar að tapa boltanum í tíma og ótíma og fengu fyrir vikið hraðaupphlaup í bakið. Varnarleikur Gróttu skánaði eftir að þeir bökkuðu niður í 6-0 vörn og heimamenn náðu góðum tökum á leiknum þrátt fyrir litla markvörslu. Hreiðar Levý Guðmundsson átti heldur ekki sinn besta dag í marki Akureyrar en honum var vorkunn að standa fyrir aftan mígleka vörn Norðanmanna. Grótta náði mest fjögurra marka forskoti í fyrri hálfleik en þremur mörkum munaði á liðunum, 18-15, þegar þau gengu til búningsherbergja. Heimamenn byrjuðu seinni hálfleikinn betur og eftir mörk frá Viggó og Finni Inga Stefánssyni var munurinn orðinn fimm mörk, 20-15. Akureyringar voru lengi í gang í seinni hálfleik en héldu sér inni í leiknum með góðum sóknarleik þar sem Sigþór Árni Heimisson fór fremstur í flokki. Sigþór átti ekkert sérstakan fyrri hálfleik en hann blómstraði í þeim seinni þar sem hann skoraði sjö af átta mörkum sínum. Framlag Sigþórs var sérstaklega mikilvægt þar sem Bergvin var ekki jafn áberandi í seinni hálfleik og hann var í þeim fyrri. Þá gekk gestunum bölvanlega að opna hornin fyrir sína öflugu hornamenn, Kristján Orra Jóhannsson og Heiðar Þór Aðalsteinsson, en þeir skoruðu aðeins eitt mark úr opnum leik í kvöld. Sigþór dró Akureyringa aftur inn í leikinn en það gekk ekkert að jafna metin fyrr en Tomas Olason kom í markið um miðjan seinni hálfleik. Tomas varði fimm skot (45%) á lokakaflanum og hefði að ósekju mátt koma fyrr inn á. Halldór Logi jafnaði metin í 24-24 en Grótta svaraði með þremur mörkum og náði frumkvæðinu á nýjan leik. Seltirningar voru í kjörstöðu til að tryggja sér sigurinn, tveimur mörkum yfir (30-28) þegar tvær mínútur voru eftir. En Norðanmenn sýndu styrk og Ingimundur Ingimundarson jafnaði metin í 30-30 eftir að hafa stolið boltanum glæsilega. Grótta fékk annan möguleika til að tryggja sér sigurinn þegar Róbert Sigurðarson fékk tveggja mínútna brottvísun á lokamínútunni. En Aron Dagur Pálsson kastaði þeim möguleika á glæ þegar hann átti skelfilega línusendingu. Akureyri fékk lokasóknina sem var ekki nógu vel útfærð og því sættust liðin á skiptan hlut. Lokatölur 30-30. Viggó var markahæstur í liði Gróttu með níu mörk en Finnur kom næstur með sex. Hjá Akureyri var Sigþór markahæstur með átta mörk en Bergvin og Halldór Logi komu næstir með sjö og sex mörk.Gunnar: Vorum í dauðafæri til að klára leikinn Gunnar Andrésson, þjálfari Gróttu, var ósáttur að fá ekki bæði stigin gegn Akureyri í kvöld. "Ég er ansi svekktur, mér fannst þetta vera tapað stig. Við erum fimm mörkum yfir og með alla stjórn á leiknum en við spiluðum það einhvern veginn frá okkur," sagði Gunnar eftir leik. Grótta fékk upplagt tækifæri til að tryggja sér sigurinn, einum fleiri og með boltann á lokamínútunni. En lokasóknin fór illa, Aron Dagur Pálsson átti slaka línusendingu og boltinn tapaðist. "Við erum í dauðafæri til að klára leikinn, einum fleiri, en þá kom hörmungar línusending. Það var ekki nógu góð ákvörðun og ég held að Aron viti alveg af því. Þeir áttu lokasóknina og hefðu getað stolið þessu," sagði Gunnar sem var ekki nógu sáttur við vörn og markvörslu hjá Seltirningum í kvöld en þeir söknuðu varnarjaxlsins Þráins Orra Jónssonar. "Við skoruðum 30 mörk og sóknarleikurinn var ekki vandamálið. Það var varnarleikurinn, við fengum of mörg klaufamörk á okkur. Við töluðum um það fyrir leikinn en leystum það ekki. Svo fengum við ekki markvörslu eins og við höfum fengið að undanförnu," sagði þjálfarinn. Grótta hefur aðeins fengið tvö stig úr síðustu fjórum leikjum sínum, eða eftir bikarúrslitaleikinn gegn Val. Finnst Gunnari eins og sínir menn séu að bíða eftir úrslitakeppninni sem er handan við hornið? "Ég hreinlega veit það ekki. Ég spurði mig reyndar þessarar spurningar í klefanum fyrir leikinn því mér fannst andrúmsloftið frekar rólegt," sagði Gunnar. "Við höfum ekkert efni á því. Við erum í dauðafæri til að koma okkur ofar í deildinni og það er eitthvað að ef við ætlum ekki að nýta það tækifæri."Sverre: Vorum í mótvindi allan leikinn Sverre Jakobsson, þjálfari Akureyrar, var nokkuð sáttur með stigið sem hans menn fengu á Nesinu í kvöld. "Þetta er unnið stig. Við komum auðvitað hingað til að vinna og taka bæði stigin en miðað við hvernig leikurinn þróaðist vorum við í mótvindi allan tímann," sagði Sverre. "Við náðum ekki að klukka þá í vörninni í fyrri hálfleik en spiluðum mjög góðan sóknarleik sem hefur verið okkar vandamál í nokkurn tíma. Við héldum fókus út leikinn og það er jákvætt að skora 30 mörk gegn tveimur mismunandi varnarafbrigðum. "Vörnin kom í seinni hálfleik en þetta var rosalega erfitt. Við vorum alltaf að synda á móti straumnum en ég er gríðarlega ánægður með liðið að koma alltaf til baka." Tomas Olason átti góða innkomu í mark Akureyrar en hefði Sverre átt að setja hann fyrr inn á? "Það eru alltaf þessar helvítis ákvarðanir sem maður þarf að taka. Alltaf þegar við ætluðum að taka Hreiðar út af tók hann eitt og eitt skot og hélt sér á lífi," sagði Sverre. "En svo kom að því að við þurftum að prófa eitthvað nýtt. Tomas er flottur, þeir eru báðir flottir, og þetta er lúxusvandamál." Akureyri á þrjá leiki eftir og getur enn náð heimavallarrétti í úrslitakeppninni. "Möguleikinn er til staðar en við verðum bara að taka einn leik fyrir í einu. Við höfum gert það í allan vetur," sagði Sverre að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Fleiri fréttir Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Sjá meira
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn