„Ég vil byrja á að taka að ofan fyrir liðinu. Það voru nokkrir kynþokkafullir hringir þarna í dag. Ég náði góðu flæði og geri engin mistök. Keppnin er á morgun og við verðum að halda haus. Verkfræðingarnir okkar voru búnir að spá þessu en enginn hlustaði á þá. Þetta er kannski skref í ranga átt. Finnum aðra leið, spyrjum aðdáendur, hefur einhver gert það? Finnum út hvað þeir vilja,“ sagði Hamilton.
„Ég átti góðan síðasta hring en Lewis [Hamilton] átti bara betri stundir á brautinni í dag. Ég vil þakka liðinu fyrir að hafa þrátt fyrir drottnun undanfarin tvö ár haldið áfram að þróast og bæta sig. Það er auðvelt að missa sjónar á markmiðinu en það hefur ekki gerst. Auðvitað hefði ég viljað enda á ráspól en miðað við allt er ég bjartsýnn. Við virðumst hafa komið hingað með gott bil í næstu lið, sem er mjög jákvætt,“ sagði Nico Rosberg sem ræsir annar á morgun.
„Bíllinn er góður og það eru miklir möguleikar í honum. Það að við enduðum í þriðja og fjórða sæti í dag. Við verðum að sjá björtu hliðina á því. Við gerðum ráð fyrir þessu og teljum líklegt að við verðum töluvert nær í keppninni á morgun,“ sagði Sebastian Vettel sem ræsir þriðji á morgun í Ferrari bílnum.

„Það er frábært að ná fimmta sætinu og vera næstur á eftir Ferrari og Mercedes. Bíllinn er góður, vélin er góð og þetta smellur allt saman,“ sagði Max Verstappen á Toro Rosso.
„Það gekk vel hjá okkur í dag. Við gerðum eins vel og við gátum. Ég átti aðeins erfitt að ná hita í framdekkin. Við ákváðum að geyma dekkjagang þangað til á morgun. Sjáum hvort það skili sér,“ sagði Kimi Raikkonen sem ræsir fjórði á morgun í Ferrari bílnum.
Hér fyrir neðan má sjá gagnvirkt brautarkort þar sem öll úrslit helgarinnar birtast og uppfærast eftir því sem á líður.
Formúlu 1 keppnistímabilið hefst í Ástralíu um helgina. Bein útsending frá keppninni hefst klukkan 04:30 á sunnudag á Stöð 2 Sport. Tryggðu þér áskrift á 365.is.