Veiðiflugur skipta um eigendur Karl Lúðvíksson skrifar 1. mars 2016 10:55 Fluguveiðiverslunin Veiðiflugur, Langholtsvegi 111, hefur skipt um eigendur. Kröfluflugur ehf. er nýr eigandi Veiðiflugna en gengið var frá kaupunum í síðustu viku. Að félaginu standa Stefán Kristjánsson og Sólveig Jóna Ögmundsdóttir, eigendur Veiðibúðarinnar Kröflu og Friðjón Mar Sveinbjörnsson. Veiðiflugur er dreifingaraðili hér á landi fyrir mörg þekkt vörumerki í veiðigeiranum eins og Loop, Patagonia, Costa og Guideline svo einhver séu nefnd. "Markmiðið er að auka vöruúrval enn frekar og viðhalda háu þjónustustigi við veiðimenn eins og verið hefur. Þá verður gaman að bæta öllum Kröfluflugunum og öðrum nýungum við úrvalið sem fyrir er á Langholtsveginum. ” segja þeir Stefán og Friðjón. Þórir Grétar Björnsson verður áfram verslunarstjóri í Veiðiflugum. Veiðibúðin Krafla hættir að Höfðabakka 3 frá og með 1. mars í kjölfar kaupanna og sameinast Veiðiflugum á Langholtsvegi 111 sem verður eina sérhæfða fluguveiðiverslun landsins. Mest lesið Ný vötn í Veiðikortinu Veiði Stórurriði sleit sig lausann við Elliðavatn í gærkvöldi Veiði 75 ára afmæli SVFR Veiði Húseyjakvísl gaf vel þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Ellefu milljónir úr Veiðikortasjóði til rjúpnarannsókna Veiði Fer Jökla yfir 1000 laxa í sumar? Veiði Gengið með Langá og Haukadalsá Veiði Þingvallaurriðinn gefur sig ekki án fyrirhafnar Veiði Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði
Fluguveiðiverslunin Veiðiflugur, Langholtsvegi 111, hefur skipt um eigendur. Kröfluflugur ehf. er nýr eigandi Veiðiflugna en gengið var frá kaupunum í síðustu viku. Að félaginu standa Stefán Kristjánsson og Sólveig Jóna Ögmundsdóttir, eigendur Veiðibúðarinnar Kröflu og Friðjón Mar Sveinbjörnsson. Veiðiflugur er dreifingaraðili hér á landi fyrir mörg þekkt vörumerki í veiðigeiranum eins og Loop, Patagonia, Costa og Guideline svo einhver séu nefnd. "Markmiðið er að auka vöruúrval enn frekar og viðhalda háu þjónustustigi við veiðimenn eins og verið hefur. Þá verður gaman að bæta öllum Kröfluflugunum og öðrum nýungum við úrvalið sem fyrir er á Langholtsveginum. ” segja þeir Stefán og Friðjón. Þórir Grétar Björnsson verður áfram verslunarstjóri í Veiðiflugum. Veiðibúðin Krafla hættir að Höfðabakka 3 frá og með 1. mars í kjölfar kaupanna og sameinast Veiðiflugum á Langholtsvegi 111 sem verður eina sérhæfða fluguveiðiverslun landsins.
Mest lesið Ný vötn í Veiðikortinu Veiði Stórurriði sleit sig lausann við Elliðavatn í gærkvöldi Veiði 75 ára afmæli SVFR Veiði Húseyjakvísl gaf vel þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Ellefu milljónir úr Veiðikortasjóði til rjúpnarannsókna Veiði Fer Jökla yfir 1000 laxa í sumar? Veiði Gengið með Langá og Haukadalsá Veiði Þingvallaurriðinn gefur sig ekki án fyrirhafnar Veiði Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði