Geggjaður BMW M2 Schnitzer Finnur Thorlacius skrifar 3. mars 2016 14:45 BMW M2 frá Schnitzer. BMW M2 er í grunninn mjög öflugur smár sportbíll með sín 365 hestöfl en þessi betrumbætta gerð hans sem breytt hefur verið af Schnitzer er öllu öflugri og drastískari í útliti. Hún er nú til sýnis á bílasýningunni í Genf. Breytingarfyrirtækinu Schnitzer hefur tekist að kreista heil 570 hestöfl úr þessari 3,0 lítra V6 línuvél BMW. Þó merkilegt megi teljast þá bætir það tímann uppí 100 km hraða ekki svo mikið, eða úr 4,2 sekúndum í 3,9. Breyting Schnitzer leyfir þó hámarkshraðann 330 km/klst í stað 250 km takmarkaðs hámarkshraða grunnbílsins. Schnitzer hefur þó breytt fleiru í þessum bíl en vélinniu og er nýtt pústkerfi, loftinntak, fjöðrun og keramikbremsur komnar í hann. Auk þess hefur Schnitzer skipt út hlutum í yfirbyggingunni sem eru úr koltrefjum í þessum bíl. Schnitzer hefur sett verðmiðann 149.000 evrur á þessa útgáfu BMW M2, eða 21,1 milljón krónur. Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent
BMW M2 er í grunninn mjög öflugur smár sportbíll með sín 365 hestöfl en þessi betrumbætta gerð hans sem breytt hefur verið af Schnitzer er öllu öflugri og drastískari í útliti. Hún er nú til sýnis á bílasýningunni í Genf. Breytingarfyrirtækinu Schnitzer hefur tekist að kreista heil 570 hestöfl úr þessari 3,0 lítra V6 línuvél BMW. Þó merkilegt megi teljast þá bætir það tímann uppí 100 km hraða ekki svo mikið, eða úr 4,2 sekúndum í 3,9. Breyting Schnitzer leyfir þó hámarkshraðann 330 km/klst í stað 250 km takmarkaðs hámarkshraða grunnbílsins. Schnitzer hefur þó breytt fleiru í þessum bíl en vélinniu og er nýtt pústkerfi, loftinntak, fjöðrun og keramikbremsur komnar í hann. Auk þess hefur Schnitzer skipt út hlutum í yfirbyggingunni sem eru úr koltrefjum í þessum bíl. Schnitzer hefur sett verðmiðann 149.000 evrur á þessa útgáfu BMW M2, eða 21,1 milljón krónur.
Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent