Hodgson útilokar ekki að taka Rashford með á EM í Frakklandi Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. mars 2016 08:00 Marcus Rashford er aðeins búinn að spila þrjá leiki fyrir Manchester United. vísir/getty Marcus Rashford, 18 ára framherji Manchester United, gæti óvænt verið í leikmannahópi enska landsliðsins sem fer á Evrópumótið í Frakklandi í sumar. Það er allavega ekki útilokað að sögn Roy Hodgson, þjálfara Englands. Rashford varð á sunnudaginn yngsti leikmaðurinn í sögu úrvalsdeildarinnar sem skorar tvö mörk í fyrsta leik, en þar fylgdi hann eftir öðrum tveimur mörkum sem hann skoraði á móti Midtjylland í Evrópudeildinni. Þessi ungi framherji var að spila með U16 ára liði Manchester United fyrir fjórtán mánuðum síðan en er nú að spila í stærstu deild heims og gæti endað með að fara á EM. „Ég hef fylgst með Rashford í tvö ár þannig ég hef vitað af honum í langan tíma,“ segir Roy Hodgson, en búist er við að Rashford fái kallið í U21 árs landsliðið í lok mars.Tekur Hodgson sénsinn á Rashford?vísir/gettyEkkert útilokað „Hann spilar fyrir U18 ára landsliðið og er því í kerfinu hjá okkur. Þar eru strákar sem eiga framtíðina fyrir sér þannig við erum fegin því að þessir strákar eru að fá tækifæri með sínum liðum.“ „Ég vona að hann standi sig til loka leiktíðar, en mest af öllu vona ég að hann fái að þróast eins og 18 ára strákur. Það má ekki hlaða of mikilli pressu á hann,“ segir Hodgson. Enski landsliðsþjálfarinn segir ekki útilokað að þessi ungi framherji gæti verið með í flugvélinni sem fer með enska landsliðshópinn á lokamótið í sumar. „Ég er ekki að segja að hann verði með og ég útiloka ekkert. Ég vona bara að hann standi sig,“ segir Hodgson. „Við höfum áður gefið ungum leikmönnum tækifæri. Alex Oxlade-Chamberlain var með á EM 2012 og Raheem Sterling var kominn í hópinn 17 ára. Ross Barkley kom líka inn í hópinn ungur. Við vonum bara að hann þróist sem leikmaður eins og Sterling, Barkley, Wayne Rooney og David Beckham,“ segir Roy Hodgson. EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Tengdar fréttir Hver er þessi Rashford? | Sjáðu öll mörkin Marcus Rashford er búinn að skora tvívegis gegn Arsenal í fyrri hálfleik en með því varð hann yngsti leikmaðurinn í sögu Manchester United sem skorar tvö mörk í sama deildarleik. 28. febrúar 2016 15:00 Verður Rashford eins og Nistelrooy eða Macheda? Táningurinn er fjórtándi leikmaðurinn sem skorar í sínum fyrsta úrvalsdeildarleik fyrir Manchester United. 29. febrúar 2016 10:30 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Körfubolti Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Enski boltinn Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ Körfubolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Enski boltinn Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Fleiri fréttir Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Sjá meira
Marcus Rashford, 18 ára framherji Manchester United, gæti óvænt verið í leikmannahópi enska landsliðsins sem fer á Evrópumótið í Frakklandi í sumar. Það er allavega ekki útilokað að sögn Roy Hodgson, þjálfara Englands. Rashford varð á sunnudaginn yngsti leikmaðurinn í sögu úrvalsdeildarinnar sem skorar tvö mörk í fyrsta leik, en þar fylgdi hann eftir öðrum tveimur mörkum sem hann skoraði á móti Midtjylland í Evrópudeildinni. Þessi ungi framherji var að spila með U16 ára liði Manchester United fyrir fjórtán mánuðum síðan en er nú að spila í stærstu deild heims og gæti endað með að fara á EM. „Ég hef fylgst með Rashford í tvö ár þannig ég hef vitað af honum í langan tíma,“ segir Roy Hodgson, en búist er við að Rashford fái kallið í U21 árs landsliðið í lok mars.Tekur Hodgson sénsinn á Rashford?vísir/gettyEkkert útilokað „Hann spilar fyrir U18 ára landsliðið og er því í kerfinu hjá okkur. Þar eru strákar sem eiga framtíðina fyrir sér þannig við erum fegin því að þessir strákar eru að fá tækifæri með sínum liðum.“ „Ég vona að hann standi sig til loka leiktíðar, en mest af öllu vona ég að hann fái að þróast eins og 18 ára strákur. Það má ekki hlaða of mikilli pressu á hann,“ segir Hodgson. Enski landsliðsþjálfarinn segir ekki útilokað að þessi ungi framherji gæti verið með í flugvélinni sem fer með enska landsliðshópinn á lokamótið í sumar. „Ég er ekki að segja að hann verði með og ég útiloka ekkert. Ég vona bara að hann standi sig,“ segir Hodgson. „Við höfum áður gefið ungum leikmönnum tækifæri. Alex Oxlade-Chamberlain var með á EM 2012 og Raheem Sterling var kominn í hópinn 17 ára. Ross Barkley kom líka inn í hópinn ungur. Við vonum bara að hann þróist sem leikmaður eins og Sterling, Barkley, Wayne Rooney og David Beckham,“ segir Roy Hodgson.
EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Tengdar fréttir Hver er þessi Rashford? | Sjáðu öll mörkin Marcus Rashford er búinn að skora tvívegis gegn Arsenal í fyrri hálfleik en með því varð hann yngsti leikmaðurinn í sögu Manchester United sem skorar tvö mörk í sama deildarleik. 28. febrúar 2016 15:00 Verður Rashford eins og Nistelrooy eða Macheda? Táningurinn er fjórtándi leikmaðurinn sem skorar í sínum fyrsta úrvalsdeildarleik fyrir Manchester United. 29. febrúar 2016 10:30 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Körfubolti Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Enski boltinn Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ Körfubolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Enski boltinn Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Fleiri fréttir Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Sjá meira
Hver er þessi Rashford? | Sjáðu öll mörkin Marcus Rashford er búinn að skora tvívegis gegn Arsenal í fyrri hálfleik en með því varð hann yngsti leikmaðurinn í sögu Manchester United sem skorar tvö mörk í sama deildarleik. 28. febrúar 2016 15:00
Verður Rashford eins og Nistelrooy eða Macheda? Táningurinn er fjórtándi leikmaðurinn sem skorar í sínum fyrsta úrvalsdeildarleik fyrir Manchester United. 29. febrúar 2016 10:30