Aston Martin velur heimalandið til smíði DBX jeppans Finnur Thorlacius skrifar 9. mars 2016 10:38 Aston Martin DBX jeppinn verður smíðaður á heimaslóðum í Wales. Astin Martin hefur lengi velt fyrir sér að velja Alabama ríki í Bandaríkjunum til smíði nýs jeppa síns, DBX. Forsvarsmenn fyrirtækisins tóku þó nýverið ákvörðun um að smíðin færi fram í heimalandinu Bretlandi. Bíllinn verður byggður í Wales í gamalli hergagnaverksmiðju í St. Athan sem breytt verður til smíði bílsins. Aston Martin hefði þurft að byggja nýja verksmiðju í Alabama og ráðamenn þar vildu ólmir fá Aston Martin til að smíða bílinn þar og buðu ýmsar fyrirgreiðslu svo það mætti verða. Aston Martin valdi hinsvegar heimavöllinn til að spara sér tíma og koma jeppanum fyrr á markað. Aston Martin mun einnig smíða Lagonda bíl sinn í verksmiðjunni í Wales. Ein af ástæðunum fyrir því að Aston Martin huggðist smíða DBX jeppann í Bandaríkjunum er að þar finnast margir kaupendur af svo dýrum og flottum bíl. Það dugði þó ekki til í þetta sinn. Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent
Astin Martin hefur lengi velt fyrir sér að velja Alabama ríki í Bandaríkjunum til smíði nýs jeppa síns, DBX. Forsvarsmenn fyrirtækisins tóku þó nýverið ákvörðun um að smíðin færi fram í heimalandinu Bretlandi. Bíllinn verður byggður í Wales í gamalli hergagnaverksmiðju í St. Athan sem breytt verður til smíði bílsins. Aston Martin hefði þurft að byggja nýja verksmiðju í Alabama og ráðamenn þar vildu ólmir fá Aston Martin til að smíða bílinn þar og buðu ýmsar fyrirgreiðslu svo það mætti verða. Aston Martin valdi hinsvegar heimavöllinn til að spara sér tíma og koma jeppanum fyrr á markað. Aston Martin mun einnig smíða Lagonda bíl sinn í verksmiðjunni í Wales. Ein af ástæðunum fyrir því að Aston Martin huggðist smíða DBX jeppann í Bandaríkjunum er að þar finnast margir kaupendur af svo dýrum og flottum bíl. Það dugði þó ekki til í þetta sinn.
Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent