Audi mun leiða vetnisvæðingu Volkswagen bílafjölskyldunnar Finnur Thorlacius skrifar 9. mars 2016 12:56 Audi H-tron quattro concept vetnisbíllinn. Volkswagen bílafjölskyldan er stór og inniheldur mörg bílamerki en þar á bæ hefur verið tekin ákvörðun um að Audi leiði vetnisbílavæðingu fyrirtækisins. Hjá Volkswagen hefur að undanförnu verið lögð mikil áhersla á að rafmagnsvæða bíla samstæðunnar, bæði sem hreinræktaða rafmagnbíla og tvinnbíla, sem bæði eru með brunavélum og rafmótorum. Volkswagen sér samt hlutina ekki í svart-hvítu og ætlar ekki eingöngu að horfa til rafvæðingarinnar, heldur einnig vetnisbíla. Þar mun Audi leiða þróunina og fyrstu vetnisbílarnir koma úr smiðju þeirra. Þeir hafa þann kost að vera léttari og ódýrari í smíðum og því sé auðveldara að gera þá að góðum akstursbílum. Annar kostur er fólginn í því að stuttan tíma tekur að setja eldsneyti á þá en mun lengri tíma tekur að hlaða rafmagnsbíla, þó svo VW Group ætli að stytta þann tíma í 15 mínútur með því að bjóða uppá 800 volta hleðslu. Audi er að leita leiða til að gera vetnisbíla ódýra með því að minnka hlutfall dýrra efna við smíði þeirra, svo sem platinum. Audi framleiðir vetni sjálft með ódýru rafmagni sem nýtt er á næturna, en á daginn er rafmagn dýrara til neytenda, þegar orkunotkunin er mest. Audi H-tron quattro concept vetnisbíllinn sem fyrirtækið kynnti fyrir skömmu notar aðeins 1 kg af vetni á hverja 100 ekna kílómetra og því þurfa vetnistankar bílsins ekki að vera stórir, né fyrirferðamiklir. Drægni bílsins er 600 km. Audi er ekki eini þýski bílaframleiðandinn sem ætlar að bjóða vetnisbíla en Mercedes Benz ætlar að bjóða GLC jeppling sinn á næsta ári sem vetnisbíl og er Benz í samstarfi við Ford og Nissan að fjármagna eldsneytisstöðvakerfi fyrir slíka bíla. Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent
Volkswagen bílafjölskyldan er stór og inniheldur mörg bílamerki en þar á bæ hefur verið tekin ákvörðun um að Audi leiði vetnisbílavæðingu fyrirtækisins. Hjá Volkswagen hefur að undanförnu verið lögð mikil áhersla á að rafmagnsvæða bíla samstæðunnar, bæði sem hreinræktaða rafmagnbíla og tvinnbíla, sem bæði eru með brunavélum og rafmótorum. Volkswagen sér samt hlutina ekki í svart-hvítu og ætlar ekki eingöngu að horfa til rafvæðingarinnar, heldur einnig vetnisbíla. Þar mun Audi leiða þróunina og fyrstu vetnisbílarnir koma úr smiðju þeirra. Þeir hafa þann kost að vera léttari og ódýrari í smíðum og því sé auðveldara að gera þá að góðum akstursbílum. Annar kostur er fólginn í því að stuttan tíma tekur að setja eldsneyti á þá en mun lengri tíma tekur að hlaða rafmagnsbíla, þó svo VW Group ætli að stytta þann tíma í 15 mínútur með því að bjóða uppá 800 volta hleðslu. Audi er að leita leiða til að gera vetnisbíla ódýra með því að minnka hlutfall dýrra efna við smíði þeirra, svo sem platinum. Audi framleiðir vetni sjálft með ódýru rafmagni sem nýtt er á næturna, en á daginn er rafmagn dýrara til neytenda, þegar orkunotkunin er mest. Audi H-tron quattro concept vetnisbíllinn sem fyrirtækið kynnti fyrir skömmu notar aðeins 1 kg af vetni á hverja 100 ekna kílómetra og því þurfa vetnistankar bílsins ekki að vera stórir, né fyrirferðamiklir. Drægni bílsins er 600 km. Audi er ekki eini þýski bílaframleiðandinn sem ætlar að bjóða vetnisbíla en Mercedes Benz ætlar að bjóða GLC jeppling sinn á næsta ári sem vetnisbíl og er Benz í samstarfi við Ford og Nissan að fjármagna eldsneytisstöðvakerfi fyrir slíka bíla.
Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent