Þriðju forkosningar flokksins hófust í dag í Nevada. Eru þetta síðustu kosningarnar fyrir 1. mars þegar forkosningar fara fram í tólf ríkjum og þar sem fjórðungur kjörmanna flokksins verða í boði.
Það er því mikið í húfi fyrir þann sem nær að standa uppi sem sigurvegari í Nevada enda er búist við að úrslit kvöldsins munu hafa ýmislegt að segja um úrslitin í forkosningunum mikilvægu 1. mars.
Bernie Sanders hefur sótt mikið á forskot Clinton í Nevada að undanförnu og samkvæmt helstu skoðanakönnunum munar aðeins nokkrum prósentum á frambjóðendunum.