Eftir að tilkynnt var um lélega afkomu á fjórða ársfjórðungi 2015, hafa hlutabréf í bankanum HSBC lækkað allverulega í morgun, eða um 3,2 prósent.
HSBC, stærsti banki Evrópu, tapaði 858 miljónum dala, um 110 milljarðar króna, á síðasta fjórðungi 2015. Tekjur bankans hafa dregist saman og þá sérstaklega tekjur frá lánum. Bankinn stóðst ekki væntingar markaða og hefur verið kallað eftir frekari sparnaðaraðgerðum.
Illa hefur gengið hjá bankanum undanfarið árið og hafa forsvarsmenn hans ráðist í alls konar sparnaðaraðgerðir, meðal annars hafa ráðningar og launahækkanir verið bannaðar á árinu 2016. Auk þess verður skorið niður um 20 prósent starfa á árinu.
Hlutabréf í HSBC hafa fallið verulega
Tengdar fréttir

Höfuðstöðvarnar verða áfram í London
HSBC banki hefur ákveðið að flytja ekki höfuðstöðvar sínar.

Töpuðu á síðasta fjórðungi 2015
HSBC, stærsti banki Evrópu, hefur fallið á mörkuðum í kjölfar uppgjörs.

HSBC bannar ráðningar og launahækkanir árið 2016
Skorið verður niður um 20 prósent starfa hjá HSBC á árinu.