EyeSight tækniundur ársins í Tékklandi Finnur Thorlacius skrifar 23. febrúar 2016 15:59 Subaru Eyesight styðst við tvær myndavélar í framrúðu Subaru bíla og tengist bremsukerfi þeirra og bregst við aðsteðjandi hættu. Subaru eru vinsælir bílar í Tékklandi og eru farnir að ögra innlenda bílaframleiðandanum Skoda þar í landi. Fyrr í mánuðinum valdi blönduð dómnefnd bílablaðamanna og áhugafólks forvarnarkerfið EyeSight í Subaru Outback sem tækniundur ársins á tékkneska bílamarkaðnum auk þess sem Subaru Levorg blandaði sér í efstu sætin um val á bíl ársins 2016 þar í landi og hlaut á endanum brosið. Öryggiskerfið Eyesight tengir saman tvær myndavélar sem staðsettar eru innan við framrúðuna og senda litmyndir í þrívídd til tölvu sem kennt hefur verið að bera kennsl á lögun hluta og greina hraða og fjarlægðir með næstum sömu nákvæmni og mannsaugað býr yfir. EyeSight gerir einnig greinarmun á gangandi vegfarendum, reiðhjólum, mótorhjólum og bílum auk þess að skynja hemlaljós svo eitthvað sé nefnt. EyeSight er eitt fullkomnasta öryggiskerfi sem völ er á í dag og aðstoðar ökumenn við að koma í veg fyrir árekstra. Subaru bílar með EyeSight koma 80% sjaldnar við sögu við aftanákeyrslur og 50% sjaldnar við sögu þar sem ekið var á gangandi vegfarendur. . Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent
Subaru eru vinsælir bílar í Tékklandi og eru farnir að ögra innlenda bílaframleiðandanum Skoda þar í landi. Fyrr í mánuðinum valdi blönduð dómnefnd bílablaðamanna og áhugafólks forvarnarkerfið EyeSight í Subaru Outback sem tækniundur ársins á tékkneska bílamarkaðnum auk þess sem Subaru Levorg blandaði sér í efstu sætin um val á bíl ársins 2016 þar í landi og hlaut á endanum brosið. Öryggiskerfið Eyesight tengir saman tvær myndavélar sem staðsettar eru innan við framrúðuna og senda litmyndir í þrívídd til tölvu sem kennt hefur verið að bera kennsl á lögun hluta og greina hraða og fjarlægðir með næstum sömu nákvæmni og mannsaugað býr yfir. EyeSight gerir einnig greinarmun á gangandi vegfarendum, reiðhjólum, mótorhjólum og bílum auk þess að skynja hemlaljós svo eitthvað sé nefnt. EyeSight er eitt fullkomnasta öryggiskerfi sem völ er á í dag og aðstoðar ökumenn við að koma í veg fyrir árekstra. Subaru bílar með EyeSight koma 80% sjaldnar við sögu við aftanákeyrslur og 50% sjaldnar við sögu þar sem ekið var á gangandi vegfarendur. .
Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent