Dómaranefnd Handknattleikssambands Íslands hefur gefið út hvaða dómarar munu dæma leikina á bikarúrslitahelginni í Laugardalshöllinni sem hefst með undanúrslitum kvenna annað kvöld en lýkur með bikarúrslitum yngri flokkanna á sunnudaginn.
Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson munu dæma bikarúrslitaleik karla á laugardaginn og eru líka eina dómaraparið sem dæmir tvo leiki hjá meistaraflokkunum. Þeir Anton og Jónas dæma einnig undanúrslitaleik Gróttu og Hauka í Coca Cola bikar kvenna.
Þeir Anton Gylfi og Jónas eru að dæma úrslitaleik karla þriðja árið í röð. Jónas hefur í raun dæmt úrslitaleik karla undanfarin fjögur ár því árið 2013 dæmdi hann bikarúrslitaleik karla með Ingvari Guðjónssyni.
Anton er líka að dæma bikaúrslitaleik fjórða árið í röð en hann dæmdi kvennaleikinn árið 2013 með Hlyni Leifssyni. Jónas dæmdi einnig kvennaleikinn 2012 og er hann því fimmta árið í röð í bikarúrslitaleik.
Arnar Sigurjónsson og Svavar Ólafur Pétursson munu dæma bikarúrslitaleik kvenna í ár en þeir eru að dæma úrslitaleik kvenna þriðja árið í röð. Þetta er því þriðja árið í röð sem sömu dómarar eru á bikarúrslitaleikjum meistaraflokka handboltans.
Dómarar á úrslitahelginni eru hér fyrir neðan.
Magnús Kári Jónsson/Ómar Ingi Sverrisson Stjarnan-Fylkir fim. 25.feb.2016 17.15 Coca Cola bikar kvenna undanúrslit
Anton Gylfi Pálsson/Jónas Elíasson Grótta-Haukar fim. 25.feb.2016 19.30 Coca Cola bikar kvenna undanúrslit
Bjarki Bóasson/Gunnar Óli Gústafsson Valur-Haukar fös. 26.feb.2016 17.15 Coca Cola bikar karla undanúrslit
Eydun Samuelsson/Ingvar Guðjónsson Stjarnan-Grótta fös. 26.feb.2016 19.30 Coca Cola bikar karla undanúrslit
Arnar Sigurjónsson/Svavar Ólafur Pétursson Úrslitaleikur kvenna lau. 27.feb.2016 13.30 Coca Cola bikar kvenna
Anton Gylfi Pálsson/Jónas Elíasson Úrslitaleikur karla lau. 27.feb.2016 16.00 Coca Cola bikar karla
Matthías Leifsson/Örn Arnarson Fram-Víkingur sun. 28.feb.2016 09:30 Bikark. 4.kv Y
Ómar Ingi Sverrisson/Svavar Ólafur Pétursson FH-Selfoss sun. 28.feb.2016 11:15 Bikark. 4.ka Y
Börkur Bóasson/Hörður Aðalsteinsson Fjölnir-KA sun. 28.feb.2016 13.00 Bikark. 4.ka E
Heimir Örn Árnason/Sigurður Hjörtur Þrastarson Fram/Fylkir-HK sun. 28.feb.2016 14.45 Bikark. 4.kv E
Bjarki Bóasson/Gunnar Óli Gústafsson ÍR-Valur sun. 28.feb.2016 16.30 Bikark. 3.ka
Bjarni Viggósson/Svavar Ólafur Pétursson Fram-Selfoss sun. 28.feb.2016 18.30 Bikark. 3.kv
Eydun Samuelsson/Ingvar Guðjónsson Fram-Valur sun. 28.feb.2016 20.30 Bikark. 2.ka
Dómarar í bikarúrslitaleik karla undanfarin ár:
2016 Anton Gylfi Pálsson/Jónas Elíasson
2015 Anton Gylfi Pálsson/Jónas Elíasson
2014 Anton Gylfi Pálsson/Jónas Elíasson
2013 Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson
2012 Gísli Hlynur Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson
2011 Gísli Hlynur Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson
2010 Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson
Dómarar í bikarúrslitaleik kvenna undanfarin ár:
2016 Arnar Sigurjónsson/Svavar Ólafur Pétursson
2015 Arnar Sigurjónsson/Svavar Ólafur Pétursson
2014 Arnar Sigurjónsson/Svavar Ólafur Pétursson
2013 Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson
2012 Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson
2011 Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson
2010 Gísli Hlynur Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson
