Nýr Audi S4 Avant Finnur Thorlacius skrifar 25. febrúar 2016 10:46 Audi S4 Avant. Audi er nú að kynna þennan lögulega S4 langbak í kjölfar hefðbundna nýja A4 bíls með skotti. Sem fyrr ber hann heitið Avant í endann, en það stendur fyrir langbak í orðabók Audi. Audi S4 Avant er með sömu V6 þriggja lítra vélina og er í S4 Sedan bílnum og skilar hún 354 hestöflum til allra hjólanna. Mun hann aðeins bjóðast með 8 gíra sjálfskiptingu. Bíllinn hefur lést lítillega milli kynslóða og flutningsrými aukist og er það nú 17 rúmfet með aftursætin uppi en 53,3 rúmfet með þau niðri. Opna má afturhlerann á bílnum með því að bregða öðrum fætinum undir afturstuðarann ef svo vill til að báðar hendur eru fullar af farangri. Audi S4 Avant er tommu (2,5 cm) neðar á frá vegi en langbaksgerð hefðbundins A4 Avant. Langbakurinn er aðeins 45 kílóum þyngri en Sedan bílinn og vegur 1.675 kíló. Fyrir vikið er hann aðeins seinni í hundraðið, eða 4,6 sekúndur samanborið við 4,4 sekúndur hjá Sedan bílnum. Ekki verður svo ýkja langt í enn öflugri gerð A4 bílsins, eða RS útgáfu hans, en búist er við því að hann verði 480 hestafla kaggi með rafknúna forþjöppu. Athygli vekur að þessi bíll verður ekki í boði í Bandaríkjunum, en þó mega kaupendur þar eiga von á að Allroad gerð A4 verði þar í boði, sem og Audi A6 Allroad. Langbakar eru almennt ekki vinsælir í Bandaríkjunum, öndvert við Evrópu og kjósa Bandaríkjamenn fremur jepplinga eða jeppa.Ekki óhuggulegt innanrými í Audi S4 Avant. Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent
Audi er nú að kynna þennan lögulega S4 langbak í kjölfar hefðbundna nýja A4 bíls með skotti. Sem fyrr ber hann heitið Avant í endann, en það stendur fyrir langbak í orðabók Audi. Audi S4 Avant er með sömu V6 þriggja lítra vélina og er í S4 Sedan bílnum og skilar hún 354 hestöflum til allra hjólanna. Mun hann aðeins bjóðast með 8 gíra sjálfskiptingu. Bíllinn hefur lést lítillega milli kynslóða og flutningsrými aukist og er það nú 17 rúmfet með aftursætin uppi en 53,3 rúmfet með þau niðri. Opna má afturhlerann á bílnum með því að bregða öðrum fætinum undir afturstuðarann ef svo vill til að báðar hendur eru fullar af farangri. Audi S4 Avant er tommu (2,5 cm) neðar á frá vegi en langbaksgerð hefðbundins A4 Avant. Langbakurinn er aðeins 45 kílóum þyngri en Sedan bílinn og vegur 1.675 kíló. Fyrir vikið er hann aðeins seinni í hundraðið, eða 4,6 sekúndur samanborið við 4,4 sekúndur hjá Sedan bílnum. Ekki verður svo ýkja langt í enn öflugri gerð A4 bílsins, eða RS útgáfu hans, en búist er við því að hann verði 480 hestafla kaggi með rafknúna forþjöppu. Athygli vekur að þessi bíll verður ekki í boði í Bandaríkjunum, en þó mega kaupendur þar eiga von á að Allroad gerð A4 verði þar í boði, sem og Audi A6 Allroad. Langbakar eru almennt ekki vinsælir í Bandaríkjunum, öndvert við Evrópu og kjósa Bandaríkjamenn fremur jepplinga eða jeppa.Ekki óhuggulegt innanrými í Audi S4 Avant.
Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent