Viðskipti innlent

Ís­lands­banki kynnir Ferða­þjónustu­skýrsluna á mánu­dag

Sæunn Gísladóttir skrifar
Jökulsárlón er einn vinsælasti ferðamannastaður landsins.
Jökulsárlón er einn vinsælasti ferðamannastaður landsins. visir/vilhelm
Íslandsbanki kynnir skýrslu um íslenska ferðaþjónustu í annað sinn á mánudaginn í Hörpu. Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka, og Bjarnólfur Lárusson, sérfræðingur á Fyrirtækjasviði, kynna Ferðaþjónustuskýrsluna.

Með útgáfunni vill Íslandsbanki leggja sitt af mörkum við að upplýsa um stöðu ferðaþjónustunnar. Er það von bankans að skýrslan reynist gagnleg og góð viðbót við þá miklu umfjöllun sem ferðaþjónustan hefur alið af sér og verðskuldar.

Ferðaþjónustan hefur undanfarin ár sett mark sitt á efnahagslíf landsmanna og samfélagið í heild. Eftir mjög hraðan vöxt síðustu ár er nú svo komið að ferðaþjónustan er orðin ein af mikilvægustu atvinnugreinum þjóðarinnar. Útlit er fyrir að framhald verði á miklum vexti greinarinnar í ár. Samhliða þessum mikla vexti standa Íslendingar frammi fyrir þeirri áskorun að hlúa vel að náttúru landsins sem er stór þáttur í aðdráttarafli þess og þeim innviðum sem efla samkeppnishæfni íslenskrar ferðaþjónustu á alþjóðavettvangi.

Íslandsbanki hefur styrkt stöðu sína í íslenskri ferðaþjónustu verulega að undanförnu. Í árslok 2015 voru lán til fyrirtækja í ferðaþjónustu um 17 prósent af lánasafni bankans til fyrirtækja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×