Flottur Toyota C-HR í Genf Finnur Thorlacius skrifar 29. febrúar 2016 09:56 Toyota C-HR. Bílasýningin í Genf hefst á morgun og verða þar margar frumsýningar á nýjum bílum. Meðal þeirra verður sýndur þessi knái jepplingur frá Toyota, C-HR. Þessi bíll er svo til óbreyttur frá frumsýningu fyrri bíls Toyota, sem fyrirtækið sýndi sem Scion bíl á LA Auto Show bílasýningunni í fyrra. Scion er í eigu Toyota og bílar með því merki hafa aðallega verið markaðssettir í Bandaríkjunum en Toyota tók nýverið ákvörðun um að leggja niður merkið Scion og setja Toyota merkið á þá alla í framhaldinu. Framljós C-HR hafa þó breyst frá fyrri gerð og eru nú grimmari og ekki lengur kringluleit. Einnig hefur bæst við loftinntak fyrir neðan Toyota merkið og fyrir vikið er framendi bílsins laglegri og sportlegri. Ekki er loku fyrir það skotið að þessi nýi bíll Toyota minni örlítið á Nissan Juke og er bíllinn í sama stærðarflokki og á örugglega að rífa sölu frá þeim bíl. Toyota mun kynna þennan nýja bíl með tvinntækni en hann verður einnig í boði sem hefðbundinn bíll með brunavél. Bíllinn er með sama undirvagn og nýr Toyota Prius. Toyota hefur ekki látið uppi hvenær von er á markaðssetningu þessa nýja bíls en kannski skýrist það á bílasýningunni í Genf.Toyota C-HR tilraunabíllinn séður aftan frá. Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent
Bílasýningin í Genf hefst á morgun og verða þar margar frumsýningar á nýjum bílum. Meðal þeirra verður sýndur þessi knái jepplingur frá Toyota, C-HR. Þessi bíll er svo til óbreyttur frá frumsýningu fyrri bíls Toyota, sem fyrirtækið sýndi sem Scion bíl á LA Auto Show bílasýningunni í fyrra. Scion er í eigu Toyota og bílar með því merki hafa aðallega verið markaðssettir í Bandaríkjunum en Toyota tók nýverið ákvörðun um að leggja niður merkið Scion og setja Toyota merkið á þá alla í framhaldinu. Framljós C-HR hafa þó breyst frá fyrri gerð og eru nú grimmari og ekki lengur kringluleit. Einnig hefur bæst við loftinntak fyrir neðan Toyota merkið og fyrir vikið er framendi bílsins laglegri og sportlegri. Ekki er loku fyrir það skotið að þessi nýi bíll Toyota minni örlítið á Nissan Juke og er bíllinn í sama stærðarflokki og á örugglega að rífa sölu frá þeim bíl. Toyota mun kynna þennan nýja bíl með tvinntækni en hann verður einnig í boði sem hefðbundinn bíll með brunavél. Bíllinn er með sama undirvagn og nýr Toyota Prius. Toyota hefur ekki látið uppi hvenær von er á markaðssetningu þessa nýja bíls en kannski skýrist það á bílasýningunni í Genf.Toyota C-HR tilraunabíllinn séður aftan frá.
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent