Rafmagnsbílar jafn ódýrir árið 2025 Finnur Thorlacius skrifar 29. febrúar 2016 10:52 Mengun af völdum bíla mun minnka hröðum skrefum á næstu áratugum. Bloomberg New Energy Finance í Bandaríkjunum segir að verð rafmagnsbíla muni lækka mikið á næstunni og verð slíkra bíla verði orðið jafn lágt og verð hefbundinna brunabíla árið 2025 þar sem verð á rafhlöðum þeirra muni lækka stórlega. Bloomberg spáir því að um 35% bíla sem muni seljast árið 2040 verði rafmagnsbílar, eða um 41 milljón bílar og gerir með því ráð fyrir að 117 milljón bílar muni seljast þá á ári í heiminum öllum. Ef aðeins fjórðungur bíla á vegunum verða rafmagnsbílar árið 2040 mun það spara 13 milljónir tunna af eldsneyti á dag og munar um minna í baráttunni við mengun af völdum bíla. Að sama skapi mun rafmagnsorkuþörfin aukast um 1.900 terawattstundir og með því mun raforkuþörfin þurfa að aukast um 8% frá því sem nú er í boði. Það ætti að vera gerlegt að fylla uppí það gat. Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu Innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent
Bloomberg New Energy Finance í Bandaríkjunum segir að verð rafmagnsbíla muni lækka mikið á næstunni og verð slíkra bíla verði orðið jafn lágt og verð hefbundinna brunabíla árið 2025 þar sem verð á rafhlöðum þeirra muni lækka stórlega. Bloomberg spáir því að um 35% bíla sem muni seljast árið 2040 verði rafmagnsbílar, eða um 41 milljón bílar og gerir með því ráð fyrir að 117 milljón bílar muni seljast þá á ári í heiminum öllum. Ef aðeins fjórðungur bíla á vegunum verða rafmagnsbílar árið 2040 mun það spara 13 milljónir tunna af eldsneyti á dag og munar um minna í baráttunni við mengun af völdum bíla. Að sama skapi mun rafmagnsorkuþörfin aukast um 1.900 terawattstundir og með því mun raforkuþörfin þurfa að aukast um 8% frá því sem nú er í boði. Það ætti að vera gerlegt að fylla uppí það gat.
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu Innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent